fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Rita Ora mun líklegast ekki koma fram á Secret Solstice: „Við fréttum það í gær eða fyrradag“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 19. júní 2019 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram næst komandi helgi, dagana 21. – 23. júní í Laugardalnum. Breska söngkonan Rita Ora er meðal þeirra sem átti að koma fram á hátíðinni en mun líklegast ekki koma fram vegna veikinda. Aðstandendur hátíðarinnar hafa vitað af veikindum Ritu Oru í einn til tvo daga.

Breska söngkonan Rita Ora er eitt af stærstu atriðunum á Secret Solstice í ár. Greint var fyrst frá því í desember í fyrra að Rita Ora myndi koma á klakann og syngja á hátíðinni. Undanfarin ár hefur Rita Ora gefið út fjölda laga sem hafa notið mikilla vinsælda á heimsvísu.

DV hafði samband við Jón Bjarna Steinsson, fjölmiðlafulltrúa Secret Solstice. Jón Bjarni staðfestir að aðstandendur hátíðarinnar hafa vitað af veikindum Ritu Oru í einn eða tvo daga, en síðustu daga hefur fólki staðið til boða að kaupa helgarpassa eða dagpassa á hátíðina. Þegar þetta er skrifað hefur nafn Ritu Oru ekki verið fjarlægt af kynningarefni eða auglýsingum fyrir hátíðina.

„Við fréttum það í gær eða fyrradag og erum að vinna í því að fá einhvern í staðinn. Við vildum tilkynna á sama tíma hver kæmi í staðinn og hún færi út,“ segir Jón Bjarni.

Aðspurður hvort honum finnist hátíðin vera að selja miða undir fölsku flaggi, að þeir sem hafa keypt miða á þessum tíma bjuggust við því að sjá Ritu Oru svarar Jón Bjarni:

„Við vorum bara að fá þessar upplýsingar sjálf og þurfum líka að fá yfirlýsingu frá henni. Við getum ekki stoppað miðasöluna. Við ætlum að láta vita bara í dag. Þetta er bara ömurlegt, við vildum helst láta vita hver kæmi í staðinn á sama tíma.“

Jón Bjarni segir að þau séu í viðræðum við aðra tónlistarmenn til að koma í stað Ritu Oru en getur ekki sagt frá því hvaða tónlistarmenn það eru. Það mun koma í ljós fljótlega.

Jón Bjarni ítrekar að það sé ekki búið að berast formleg tilkynningu frá Ritu Oru að hún komist ekki, en aðstandendur hátíðarinnar vinna hörðum höndum að „plan b.

„Það er ógeðslega erfitt að fá svona vikuna fyrir hátíð. Allt í gangi og að þurfa að standa í þessu. Þetta er hræðilegt,“ segir Jón Bjarni.

Uppfært 10:50

Þegar fréttin var fyrst skrifuð stóð að Rita Ora myndi ekki koma fram á hátíðinni, en þar sem hún hefur ekki gefið aðstandendum Secret Solstice formlega tilkynningu þá er það ekki staðfest.

Uppfært 11:11

Fyrir rúmlega tuttugu mínútum síðan var deilt færslu á Facebook-síðu Secret Solstice 2019 hátíðarinnar. Þar er auglýst Ritu Oru sem eitt af atriðum hátíðarinnar.

„Fagnaðu sól, tónlist og náttúru með vinum þínum í 72 klukkustundir af hátíðarskemmtun með Black Eyed Peas, Jonas Blue, Ritu Oru [og fleiri tónlistarmönnum].“

Skjáskot/Facebook

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta