fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Maðurinn sem ætlaði að ráða Björk af dögum

Fókus
Laugardaginn 4. maí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Twitter hefur þráður, sem notandi sem kallar sig St. Clair stofnaði, vakið gífurlega athygli en þar fer viðkomandi yfir sennilega eitt mest hrollvekjandi glæpamál Íslands. Þó gerandinn hafi verið erlendur þá beindist glæpurinn að Björk Guðmundsdóttur söngkonu. St. Clair er að sjálfsögðu að fjalla um Ricardo Lopez sem reyndi að senda Björk sprengju árið 1996.

Talsvert var fjallað um málið í fjölmiðlum hér á landi. Morgunblaðið fjallaði til dæmis ítarlega um málið í september árið 1996 undir fyrirsögninni: Tilræði við Björk afstýrt.

Þó margir Íslendingar kannist við málið þá hafa margir gleymt því, líkt og einn Íslendingur segir á sama tíma og hann deilir fyrrnefndum þræði. Í umfjöllun DV um málið frá árinu 2010 var málinu lýst í stuttu máli svo: „Tilfelli Bjarkar var með því versta sem þekkist. Maður að nafni Ricardo Lopez varð hugfanginn af henni og lét hana ekki í friði árið 1996. Það kórónaði óhugnaðinn þegar hann reyndi að senda Björk bréfsprengju, en breska lögreglan náði að stöðva hann í tæka tíð.“

Þetta eitt og sér er nógu slæmt en það sem gerir málið einna óhugnanlegast er myndband af manninum, en St. Clair deilir skjáskotum úr því. Þar sýndi hann nákvæmlega hvernig hann bjó til sprengjuna, rakaði svo á sér höfuðið, málaði sig í framan áður en hann svipti sig lífi.

Það var árið 1993 að Lopez, sem var frá Úrúgvæ en bjó í Flórída í Bandaríkjunum, fór að fá Björk á heilann. Hann hafði ávallt verið hálfgert olnbogabarn og mjög ómannblendinn, ekki síst vegna þess að hann var talsvert í yfirþyngd.

Svo fór að hann hætti öll námi og hugðist verða listamaður en lítið

varð úr því og starfaði hann sem meindýraeyðir. Um þetta leyti byrjaði hann að einangra sig og fékk þráhyggju fyrir dægurhetjum. Hann var til að mynda með leikkonuna Geenu Devis á heilanum áður en hann sneri sér alfarið að Björk. Þegar Devis greindi opinberlega frá því að hún væri í ástarsambandi varð Lopez fráhverfur henni.

Lopez fór svo að gera nokkurs konar myndbandsdagbók og skildi hann eftir ríflega 70 klukkustundir af slíku efni. Þar talaði hann um að hann væri sjálfur mikill aumingi og hve mikið hann skammist sín yfir kvenlegum brjóstum sínum. Hann lýsti auk þess ítrekað yfir ást sinni á Björk. Svo virðist þó sem hann hafi haft lítinn kynferðislegan áhuga á Björk.

Myndböndin urðu þó sífellt furðulegri og svo virðist sem hann hafi farið algjörlega yfir um þegar samband Bjarkar við plötusnúðinn Goldie var opinberað. „Ég hef eytt átta mánuðum og hún á fjandans ástmann,“ sagði Lopez meðal annars.

Það var þá sem Lopez fór að leggja á ráðin að myrða Björk.  Framan af ætlaði Lopez að senda Björk sprengju sem hann myndi svo fylla af HIV-smituðum nálum. „Ég ætla að senda hana rakleiðis til helvítis,“ lýsti Lopez yfir. Sá gjörningur reyndist ekkiframkvæmanlegur og ákvað Lopez þá að hola að innan bók og kom hann sprengju fyrir í því rými.

Það var svo þann 12. september árið 1996 sem Lopez tók sitt næstsíðasta myndband. Í því lýsti hann því yfir að fyrr þann sama dag hefði hann póstlagt sprengjuna og sent á heimili Bjarkar í London. Að kvöldi þess dags tók hann þó upp sitt síðasta myndband. Í því myndband má sjá hann raka af sér allt hár, mála sig grænan og dansa nakinn við tónlist Bjarkar. Að lokum horfir hann í myndavélina, tekur nokkra djúpa andardrætti og öskraði: „Þetta er fyrir þig!“. Svo beindi hann skotvopni að sjálfum sér og tók í gikkinn.

Sem betur fer þá fannst lík Lopez nokkrum dögum síðar og myndböndin öll áður en sprengjan barst til Bjarkar. Lögregla í Bretlandi fann sprengjuna á pósthúsi í Suður-London og var henni eytt. Björk lýsti því svo yfir að hún væri miður sín yfir atvikinu. Hún sendi blóm til fjölskyldu Lopez þegar hann var jarðaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“