fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Hvað er Heiðar að horfa á?

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. maí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef verið dálítið einsleitur þegar kemur að sjónvarpsefni, þar sem ég er smá sci-fi-, zombie- og vampíru-þátta perri. Ég lá heima í heilan mánuð eftir aðgerð og þá var ég duglegur að renna í gegnum sjónvarpsefnið hjá bæði Sjónvarpi Símans og Netflix. Þættirnir voru eðlilega misgóðir, en á tímabili þá var mér sama hversu lélegt efnið var, svo lengi sem ég hafði eitthvað til að góna á þegar ég lá fyrir.

Ég tók rispu í að horfa á þættina Z Nation á Netflix, hámhorfði á seríu eitt en missti svo fljótlega áhugann þegar ég byrjaði á seríu tvö. Það var engin sérstök ástæða fyrir því, ég var held ég bara kominn með nóg af þeim. Þeir í raun og veru fjalla um endalok heimsins, veiru sem fer á milli manna og breytir alsaklausum manneskjum í uppvakninga sem vilja bara heila í for-, aðal- og eftirrétt. Það einkenndi Z Nation hins vegar að þarna voru samankomnir líklega lélegustu leikarar og leikkonur Hollywood en mér var alveg sama.

Ég tók seríuna Black Summer sömuleiðis og rumpaði henni af á um tveimur dögum. Yfirskrift þeirra þátta er keimlík Walking Dead og Z Nation þar sem uppvakningar eru í aðalhlutverkum.

Eins og með Z Nation er það Netflix sem framleiðir þættina og gæði leikara í þeirri seríu voru af svipuðu kalíberi og í Z Nation. Orðum það þannig að ég gæti meira að segja leikið í þáttunum og þá er sko mikið sagt.

Auðvitað get ég ekki sleppt því að minnast á Game Of Thrones sem eru algjörlega stuuuuuuhuuurlaðir þættir og þessi síðasta sería að fara fram úr væntingum mínum og ríflega það. Ég, eins og svo margir aðrir, stóð algjörlega á öndinni eftir þátt númer þrjú en sá þáttur var einn sá magnaðasti sem ég hef séð í sjónvarpi. Núna bíð ég bara alltaf eftir nýjum þætti og sömuleiðis bíð ég eftir að ein ákveðin manneskja verði mmmm … (segi ekki meir).

Mér þykir fátt betra en að dúndra mér upp í sófa eftir að ég er búinn að svæfa maurana og horfa á gott sjónvarpsefni. Það er margt sem bíður mín og margar þáttaraðir sem mig langar að sjá. Sex Education, Quicksand, Chernobyl, Dead To Me og fleiri þættir eru á dagskránni minni.

Áfram gott sjónvarp!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta