fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Fjallið mýkist í óvenjulegri auglýsingu – „Svo rómantískt“

Fókus
Mánudaginn 13. maí 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þér tókst að gera Fjallið að tilfinningabúnti“ segir Hafþór Júlíus Björnsson í óvenjulegri auglýsingu sem gefin var út fyrr á árinu frá fyrirtækinu Soda Stream.

Umrædd auglýsing býr yfir sérstöku Valentínusarþema og sést þarna Hafþór ber að ofan í huggulegri stellingu fyrir framan arineld. Hafþór les upp ýmis konar ástarbréf og ljóð sem nafnlausir Game of Thrones aðdáendum um allan heim hafa sent honum. „Ég elska þig eins og Kanye elskar Kanye,“ segir í einu bréfinu.

Bregst Fjallið við þessum hlýju kveðjum með óborganlegum hætti.

„Svo rómantískt,“ segir Hafþór meðal annars, en auglýsinguna má sjá að neðan.

Eins og margir Game of Thrones aðdáendur vita fór mikið fyrir Hafþóri í nýjasta þætti seríunnar. Segja má að margt hafi gerst í framvindu þáttarins en meðal þess var að hjálmurinn fékk loksins að fjúka af Fjallinu, sem heitir annars hinu rétta nafni Gregor Clegane.

Skemmst er þó að segja frá því að viðtökur við þættinum og aðkomu Hafþórs hafi verið heldur umdeildar.

Sjá einnig: Umdeild viðbrögð við Fjallinu í nýjasta Game of Thrones – Netverjar gera stólpagrín að Hafþóri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Lúsmý leikur landann grátt – Svona slærðu á óþægindin

Lúsmý leikur landann grátt – Svona slærðu á óþægindin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórfurðuleg mynd af Guðna vekur athygli – „Þarna var einhver töframaður sem vildi sýna kúnstir sínar“

Stórfurðuleg mynd af Guðna vekur athygli – „Þarna var einhver töframaður sem vildi sýna kúnstir sínar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Konunglegt foreldrafrí

Konunglegt foreldrafrí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gera grín að miðaldra fólki í Facebook hópi: „Þessi Me Too bylting er komin út í ÖFGAR“

Gera grín að miðaldra fólki í Facebook hópi: „Þessi Me Too bylting er komin út í ÖFGAR“