fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi

Fókus
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á það til að detta svolítið inn í heimavinnuna, því það er skemmtilegasti hlutinn“ segir Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona.

Kristín var gestur í nýjum hlaðvarpsþætti dægurmáladeildar DV sem kom út á dögunum, þar sem umræðan var meðal annars um foreldrahlutverkið, heim fíkninnar og aðdráttarafl leiklistarinnar. Kristín segir hana fyrir sig vera rannsóknarvinnuna sem fer í það að skoða hvert hlutverk, hvern karakter.

Nóg er um að vera hjá Kristínu um þessar mundir. Hún vinnur hörðum höndum að undirbúa sýninguna Loddarinn eftir franska leikskáldið Molière fyrir Þjóðleikhúsið, en verkið verður frumsýnt undir lok mánaðarins. Þess að auki á hún von á sínu þriðja barni í júní. Kristín hefur þó engar áhyggjur af því að óléttan trufli fyrir henni í faginu, þó stutt sé í settan dag þegar leiksýningar eru farnar af stað.

Kristín segir einn kost við fagið sitt vera slökunin sem hún finnur fyrir þegar hún er komin á svið eða í karakter. „Ég er reyndar mjög stressuð áður en ég byrja, en þegar maður er kominn af stað, þá kemur þetta allt,“ segir hún. Á milli stunda bætir hún við að hún notist mikið við djúpslökun, sem henni þykir skemmtilega hentugt, þar sem hún lýsir sér ekki sem slakri týpu. „Orkan er mjög há, en þess vegna er fínt að geta „tjúnað“ sig niður.“

Síðastliðinn desember var Kristín valin í Shooting Stars-hópinn árið 2019. Samtökin European Film Promotion velja á hverju ári tíu unga og efnilega leikara og leikkonur sem vakið hafa sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Á meðal þekktra leikara sem hafa verið Shooting Stars má nefna Rachel Weisz, Carey Mulligan, Aliciu Vikander, Daniel Brühl, Pilou Asbaek og Daniel Craig.

Meðferðarúrræði fíkilsins ábótavant

Fyrr á árinu hlaut Kristín Edduverðlaun fyrir leikkonu ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Lof mér að falla, einni aðsóknarmestu kvikmynd Íslands í fyrra. Því hlutverki fylgdi gríðarleg heimavinna að sögn Kristínar og var heilmargt sem kom henni á óvart. Hún segir hlutverkið sitt í þeirri mynd hafa tekið verulega á enda ekki lítið verk að bregða sér í hlutverk fíkils á botninum í lífinu. Að sögn Kristínar var hlutverk hinnar óheppilegu Magneu, sem glímir við fíkn og fortíð sína í uppsöfnuðum mæli, alls ekki eitthvað sem fylgdi leikkonunni heim eftir tökurnar. Á annan veg sat þó persónan lengi í henni. Fyrir rannsóknarvinnuna kynnti hún sér heim fíkilsins í þaular og hefur leikkonan ekki legið á skoðunum sínum varðandi opinbera aðstoð fyrir fólk í neyslu.

Kristín Þóra sem Magnea í Lof mér að falla.

Á Edduhátíðinni er óhætt að segja að Kristín hafi stolið senunni þegar hún hélt tilfinningaþrungna ræðu þar sem hún átti erfitt með að halda aftur tárunum. Þá sagði Kristín: „Mig langar til að segja eitthvað sem fær stjórnvöld til að halda neyðarfund strax á morgun.“ Undir lok ræðunnar stóðu margir í salnum upp en Kristín endaði ræðu sína á þessum mikilvægu skilaboðum:

„Það er fullt af þekkingu í landinu um fíkn. Við verðum að gera eitthvað. Ekki bara tala um þetta eftir bíómyndir. Ég hvet stjórnvöld til að horfa á þessa mynd og muna að hún er sönn og bara drullist til að gera eitthvað.“

Kristín segir í hlaðvarpinu að augljóst sé að aðstoð fyrir fíkla eða aðstandendur sé ábótavant. „Til dæmis kom það mér á óvart að það sé ekki kynjaskipt meðferð, þá er ég að tala um þessa tíu daga á Vogi, að það sé ekki hægt að fara í afeitrun,“ segir hún. Jafnframt þykir henni meðferðarkerfið á Íslandi ekki hlúa að einstaklingum þegar þeir eru nýkomnir út úr meðferð. „Þú kannski nærð að afeitra kroppinn en þá er samt svo mikið eftir.“

Þáttinn er að finna í heild sinni að neðan, en hann er einnig aðgengilegur á Spotify og helstu hlaðvarpsforritum.

Hægt er að gerast áskrifandi að hlaðvarpinu á Spotify og Podcast-appinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta