fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Disney í öngum sínum yfir stóra Avengers lekanum – Aðdáendur flýja samfélagsmiðla

Fókus
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er rúm vika til stefnu í stærstu kvikmynd ársins á vegum Disney, en það er ofurhetjumyndin Avengers: Endgame. Óhætt að segja að áhorfendur og aðdáendur titri af spenningi enda er myndin þegar farin að slá öll aðsóknarmet í forsölu og er gert ráð fyrir að heildartekjur hennar fari hátt yfir tvo milljarða bandaríkjadala á heimsvísu.

Stórrisarnir hjá Disney/Marvel hafa lagt mikið púður í að sjá til þess að upplýsingar um framvindu söguþráðarins leki ekki á veraldarvefinn en á undanförnum sólarhring hafa framleiðendur staðið frammi fyrir gríðarstórum leka.

Hermt er að lekinn eigi uppruna sinn að rekja til lokaðrar sýningar sem átti sér stað hjá samstarfsmönnum Disney í Kína. Viðkomandi uppljóstrari var staddur í salnum og hlóð upp símaupptöku af myndefninu sem hann sá. Samanlagt er um fimm mínútur að ræða úr rúmlega þriggja klukkustunda mynd en vert er að taka fram (og vara áhorfendur við) að umrætt myndefni gefur upp stóran hluta af söguþræði myndarinnar og sjást til að mynda bútar úr lokaatriðum myndarinnar.

Starfsmenn á vegum samsteypunnar keppast nú ólmir við að fjarlægja myndefnið, en veraldarvefurinn gengur hratt fyrir sig og hefur verkefnið reynst hægara sagt en gert. Leikstjórar myndarinnar, bræðurnir Anthony og Joe Russo, hafa sjálfir sagt að stiklur myndarinnar séu villandi og vilja með því varðveita upplifunina að njóta söguþráðarins án spilliefna.

Margir hafa leyft sér að gæða sér á þessu myndefni en allir virðast vera á einu máli um að þetta segi meira en aðdáendur kæra sig um að vita fyrirfram. Víða á Twitter og Reddit má sjá þetta myndefni en lekinn hefur leitt til þess að ófáir netverjar hafa tekið upp á því að flýja samfélagsmiðla af öllu afli.

Hér má sjá brot af ýmsum ummælum sem nokkrir á samfélagsmiðlum hafa látið frá sér, með von um að fleiri lendi ekki í því að láta spilla lykilupplýsingum fyrir sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Hafdís varð ófrísk 17 ára og hélt lífið ónýtt – „Mamma hélt að einhver hefði dáið“

Hafdís varð ófrísk 17 ára og hélt lífið ónýtt – „Mamma hélt að einhver hefði dáið“
Fókus
Í gær

Tvífarar: Tölvugúrúinn og Euro-stjarnan

Tvífarar: Tölvugúrúinn og Euro-stjarnan
Fókus
Í gær

Kvartað undan leyfislausum flúrurum í Reykjavík – Ellý Ármanns auglýsir grimmt á samfélagsmiðlum

Kvartað undan leyfislausum flúrurum í Reykjavík – Ellý Ármanns auglýsir grimmt á samfélagsmiðlum
Fókus
Í gær

Ekki missa af Birgi Hákoni í DV sjónvarpi kl. 13.00:Glóðheit plata á leiðinni

Ekki missa af Birgi Hákoni í DV sjónvarpi kl. 13.00:Glóðheit plata á leiðinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dulin merking á bol Ross í Friends – Aðdáendur trúa vart eigin augum

Dulin merking á bol Ross í Friends – Aðdáendur trúa vart eigin augum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins lýsir ástarlífinu: „Aldrei verið handtekin – ekki nema bara í kynlífi“

Svala Björgvins lýsir ástarlífinu: „Aldrei verið handtekin – ekki nema bara í kynlífi“