Það er fátt um meira rætt í dag en fall WOW Air, en mikið hefur mætt á forstjóra flugfélagsins, Skúla Mogensen, síðustu vikur og mánuði.
Skúli er í sambúð með innanhússarkitektinum Grímu Björg Thorarensen, en hún starfaði sem flugfreyja hjá WOW Air og prýddi kynningarefni flugfélagsins. Gríma lærði sína arkitektaiðn við KLC School of Design í London og hefur stofnað þjónustuna GBT Interiors. Á Instagram-síðu GBT Interiors er Gríma dugleg að birta myndir af heimilum þeirra Skúla, en þau búa bæði í London og á Íslandi.