fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Kína fjarlægir öll merki um samkynhneigð úr Bohemian Rhapsody

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 28. mars 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Bohemian Rhapsody vann til flestra Óskarsverðlauna fyrr á árinu og hefur svo sannarlega slegið í gegn á heimsvísu. Myndin var frumsýnd í Kína á dögunum og hefur ritskoðaða útgáfan vakið gríðarlega athygli, þrátt fyrir að ritskoðanir á kvikmyndum séu fjarri því að vera óþekkt fyrirbæri í Kína.

Umrædd ritskoðun hefur sérstaklega snúið að efni sem snýr að tví- eða samkynhneigð fólks. Til að mynda fengu kvikmyndirnar Brokeback Mountain og Call Me By Your Name ekki dreifingu í landinu, en ástarsamband tveggja karlmanna var í brennidepli í báðum myndum.

Eins og kunnugt er segir Bohemian Rhapsody sögu söngvarans Freddie Mercury og feril hljómsveitarinnar Queen frá upphafsárum hennar. Söngvarinn var þekktur fyrir kynhneigð sína og lítur nú út fyrir að kínversk útgáfa myndarinnar hafi klippt út öll merki sem vísa til kynhneigðar hans eða alnæmissjúkdómsins sem hann greindist með.

Fréttaveitan CNN greinir frá því að kvikmyndin hefur verið klippt svo mikið niður að frásögnin verður sundurslitin og furðuleg. Kínverska útgáfan er sögð vera stútfull af holum og þykir hreinlega erfitt að fylgja framvindu myndarinnar á köflum. Sem dæmi má nefna að leikarinn Aaron McCusker sem leikur kærasta Mercury, Jim Hutton, hefur að megninu til verið fjarlægður og sjást heldur engin merki um tökurnar fyrir tónlistarmyndbandið I Want to Break Free.
Í tónlistarmyndbandinu sjást meðlimir hljómsveitarinnar í dragi.


Þessi ritskoðun í Kína veldur ekki síður usla í ljósi þakkarræðunnar frá leikaranum Rami Malek á Óskarnum, en hann hreppti styttuna fyrir besta karlleikara í aðalhlutverki.

Í ræðunni segir Malek:
„Okkur tókst að gera mynd um mann sem var samkynhneigður innflytjandi. Hann lifði sínu lífi skammarlaust sem hann sjálfur og það að ég skuli halda upp á hann og sögu hans hér í kvöld er sönnun fyrir því að okkur bráðvantar fleiri svona sögur.“

Þegar Óskarsathöfnin var sýnd á kínversku sjónvarpsstöðinni Mango TV var umrædd ræða Maleks ritskoðuð. Í textaþýðingunni var þá búið að skipta út orðunum „Okkur tókst að gera mynd um mann sem var samkynhneigður innflytjandi…“ fyrir setninguna: „Okkur tókst að gera mynd um mann sem tilheyrði sérstökum hópi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“