fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

„Móðir reynir ítrekað að sofa hjá syni sínum!“ – Hræðilegar lýsingar á góðum myndum

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 27. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alltaf er hægt að finna ýmsar leiðir til að lýsa gæðakvikmyndum með afleitum hætti. Víða á samfélagsmiðlum hafa margir netverjar tekið þátt undir myllumerkinu #MoviePlotsExplainedBadly og leikið sér að því að súmma athyglisverða sögu upp í einni setningu þannig að vel gerð kvikmynd virkar eins og abstrakt frat eða eitthvað mun áhugaminna.

Til að halda aðeins í sambærilegt sprell var efnt til svipaðrar áskorunar í Facebook-hópnum Bíófíklar, en þar streymdi ýmist frumsamið efni og kostulegt og má sjá hér brot af þeim sem upp úr stóðu hér fyrir neðan.

 

„Kviðdómur talar saman í einn og hálfan tíma í lokuðu herbergi“


„Móðir reynir ítrekað að sofa hjá syni sínum!“

 


„Innflytjandi veldur usla hjá atvinnurekendum á Íslandi“

 


„Kona tekur fyllibyttu með í ferð“

 


„Hjálpsamt vélmenni aðstoðar ungan dreng við að finna og ná endurfundum við blóðmóður sína“

 


„Hálfviti situr á bekk og segir gamalli konu sögur af sjálfum sér meðan hann borðar konfekt“

 


„Maður reynir að stoppa strætó (gengur illa)“

 


„Atvinnulaus keiluáhugamaður reynir að endurheimta mottuna sína“

 


„Svefnlaus maður með IKEA-þráhyggju hvetur ókunnuga til hópeflis“

 


„Maður á erfitt með að muna“

 


„Glæpamaður og þræll eru ráðnir af valdasjúklingi til að ræna dömu“

 


„Geðbilaður fjöldamorðingi ræðst á fjölskyldu og drepur móðurina og börnin. Faðirinn og einn sonur sem verður fatlaður eftir árásina lifa af. Seinna verður syninum rænt af mönnum og upphefst svakaleg atburðarrás þar sem faðirinn ferðast yfir hálfan heiminn með aðstoð konu með geðsjúkdóm.“

 


„Maður er handtekinn eftir gott djamm og dettur harkalega í það með vafasömu liði“

 


„Tilfinningar með Tilfinningar“

 


„Ungt par lendir í upp á kant við dópsala, heljarinnar þeysireið í neonljósum og danstónlist í kjölfarið“

Íslenskar glæpamyndir sl. 30 ár

 

Álitsgjafar:

Atli Sigurjónsson
Daniel Tryggvi Danielsson
Einar Sv. Tryggvason
Gísli Baldur Bragason
Hálfdán Árnason
Jóhannes Tryggvason
Kristján Emil Guðmundsson
Margrét Arnardóttir

Óskar Örn Árnason
Pétur Már Gunnarsson
Sigurður Ingi R Guðmundsson
Tómas Rizzo
Viktor Stefán Björnsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta