fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fókus

Myrkustu stundirnar í sögu YouTube: Misþyrmdu börnum fyrir smelli – „Ég reið ekki kettinum mínum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2019 18:30

Mörg hneykslismál hafa komið upp síðustu fjórtán ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnisveitan YouTube var opnuð í febrúar árið 2005. Í dag er síðan annar vinsælasti samfélagsmiðillinn í heiminum, en árið 2017 var rúmlega fjögur hundruð klukkustundum af efni hlaðið upp á síðuna á hverri mínútu.

Ekki leið á löngu eftir opnun veitunnar að almenningur fór að nýta sér hana til að koma sér á framfæri og þá varð til alveg sérstök starfsgrein sem á ensku er kölluð YouTuber, manneskja sem vinnur við það að búa til og birta myndbönd á YouTube og fær greitt fyrir, annað hvort með kostuðum auglýsingum eða greitt fyrir hvern smell.

Á þessum fjórtán árum sem YouTube hefur verið í loftinu hafa reglulega komið upp hneykslismál er varða fræga Jútjúbara, en hér eru fimmtán af myrkustu stundunum í sögu efnisveitunnar.

„Ég brundaði yfir allan köttinn“

Shane Dawson þurfti nýverið að leiðrétta misskilning vegna ummæla í viðtali árið 2015. Shane Dawson er með yfir 21 milljón áskrifenda á YouTube. Myndband úr viðtali við Shane fór eins og eldur í sinu um netheima fyrir nokkrum dögum en í því lýsti Shane kynferðislegum athöfnum með kettinum sínum:

„Einu sinni lagði ég köttinn minn á bakið… Ég glennti út litlu kjúklingaleggina hennar eða eitthvað,“ sagði Shane og útskýrði svo hvernig hann „hömpaði“ magann á kettinum. „Ég brundaði yfir allan köttinn. Þetta var mín fyrsta reynsla af kynlífi. Ég var líka nítján ára.“

Á sunnudaginn opnaði YouTube-stjarnan sig um ummælin á Twitter. Hann sagði að sagan væri ósönn.

„Ég reið ekki kettinum mínum. Ég brundaði ekki yfir köttinn minn. Ég setti ekki typpið mitt neitt nálægt kettinum mínum. Ég hef aldrei gert eitthvað skrýtið með köttunum mínum. Ég lofaði sjálfum mér að ég ætlaði ekki að gera afsökunarmyndbönd eftir það sem gerðist á síðasta ári þannig ég er að reyna að vera eins skilvirkur og heiðarlegur og ég get,“ sagði hann og bætti við: „Þessi saga var ósönn og byggð á heimskulegu uppkasti að grínatriði sem ég gerði aldrei (SEM BETUR FER) og þegar tækifærið kom að vera fyndinn í hlaðvarpinu þá sagði ég söguna eins og hún væri sönn sem var ÓGEÐSLEGT og MJÖG MJÖG HEIMSKULEGT.“

Þá baðst Shane innilegrar afsökunar á þessu athæfi sínu.

Fall lífsstílsdrottningar

Aðdáendur lífsstílsdrottningarinnar Oliviu Jade fengu áfall í síðustu viku þegar að í ljós kom að hún væri viðriðin háskólahneykslið margfræga, en foreldrar hennar, leikkonan Lori Loughlin og tískugúrúinn Mossimo Giannulli, komu Olivu inn í virta háskólann í Suður-Kaliforníu, USC, með mútum.

Olivia er með tæplega tvær milljónir áskrifenda á YouTube, en í kjölfar háskólahneykslisins hafa fyrirtæki hætt að greiða Oliviu fyrir kostaðar auglýsingar. Þá hefur Olivia lokað fyrir athugasemdir bæði á Youtube-rásinni sem og á Instagram, þar sem hún er með rúmlega 1,3 milljónir fylgjenda.

Bjó til barnaklám

Austin Jones gerði garðinn frægan á YouTube með ábreiðum af popplögum sem hann hlóð upp á veituna. Í júní árið 2017 var Austin komin með rúmlega hálfa milljón áskrifenda en var handtekinn og kærður fyrir framleiðslu á barnaklámi. Hann var þá 24 ára.

Samkvæmt málsgögnum hafði Austin verið í samskiptum á Facebook við tvær stúlkur undir lögaldri í ágúst árið 2016 og maí árið 2017. Bað Austin aðra stúlkuna um að senda sér kynferðisleg myndbönd til að sanna að hún væri hans stærsti aðdáandi.

Austin játaði í febrúar á þessu ári og á yfir höfði sér að minnsta kosti fimm ára fangelsi og að hámarki tuttugu ár bak við lás og slá. Réttarhöld yfir honum hefjast þann 3. maí.

„Við fundum lík“

Jútjúbarinn Logan Paul er með rúmlega átján milljónir áskrifenda á YouTube, en í byrjun árs 2018 birti hann myndband sem hét: Við fundum lík í japanska sjálfsvígsskóginum.

Hér sést skjáskot úr myndbandinu.

Myndbandinu hefur nú verið eytt, en það var fimmtán mínútur að lengd og sýndi Paul heimsækja Aokigahara-skóginn í Japan ásamt fylgdarliði sínu. Skógurinn er hvað frægastur fyrir þau mörgu sjálfsvíg sem þar hafa verið framin.

Í myndbandinu gengur Paul fram á manneskju sem hefur hengt sig í tré, en andlit manneskjunnar hefur verið blörrað. Það er vægt til orða tekið að þessu smekklausa myndbandi hafi verið tekið illa, sem varð til þess að Paul eyddi því af rásinni og baðst afsökunar. Hann tók sér stutta pásu frá YouTube en sneri aftur í febrúar sama ár.

Ári síðar komst hann aftur í fréttirnar þegar hann tilkynnti í hlaðvarpi sínu að hann ætlaði að prófa að vera hommi í einn mánuð. Þetta var í þessum mánuði. Hann var fordæmdur harðlega fyrir þetta og sakaður um að halda uppi þeirri hugmynd að samkynhneigð væri valkostur. Hann þurfti einnig að biðjast afsökunar á þessu.

#SaveMarinaJoyce

Mál YouTube-stjörnunnar Marinu Joyce er ansi furðulegt. Árið 2016 tóku aðdáendur hennar eftir breytingum í hegðunarmynstri hennar. Marina, sem var eitt sinn hress og kát, var allt í einu leið og niðurbrotin. Myndböndin fóru úr því að vera glaðleg í að Marina horfði þögul í tómið. Sumir þóttust meira að segja heyra hana hvísla: Hjálpið mér, í einu myndbandi.

Kassamerkið #SaveMarinaJoyce fór síðan á flug og voru aðdáendur stjörnunnar afar áhyggjufullir. Héldu þeir að henni væri haldið fanginni, henni gefin lyf og jafnvel að henni hefði verið rænt af hryðjuverkasamtökunum ISIS.

https://www.youtube.com/watch?v=0pwYYGInT0U

Lögreglan í heimabæ hennar kíkti loks í heimsókn til hennar en þá var allt með felldu. Ári seinna opnaði hún sig um mikið þunglyndi og að hún hafi ekki verið með réttu ráð. Aðdáendur kaupa þetta hins vegar ekki enn og halda margir þeirra enn að ekki sé allt sem sýnist.

Dauðdagi á YouTube-öld

Hin nítján ára gamla Monalisa Perez hélt því fram í júní árið 2017 að hún hefði óvart drepið eiginmann sinn, hinn 22ja ára gamla Pedro Ruiz III.

Sannleikurinn var sá að Monalisa og Pedro höfðu byrjað að hlaða upp myndböndum á YouTube í maí það árið og vildu fjölga fylgjendum sínum. Þau brugðu því á það ráð að setja dauða Pedro á svið. Monalisa skaut hann í brjóstið á meðan að Pedro hélt á þykkri alfræðiorðabók, því þau héldu að bókin myndi stöðva byssukúluna. Hún gerði það ekki og Pedro lést í alvörunni. Monalisa var ólétt af öðru barni skötuhjúanna þegar þetta gerðist.

Monalisa var dæmd í sex mánaða fangelsi í mars í fyrra fyrir manndráp af gáleysi og samdi um að afplána tíu daga í senn. Hún sneri aftur á YouTube og er í dag með rúmlega 35 þúsund áskrifendur.

Misþyrmtu börnunum fyrir smelli

Hjónin Michael og Heather Martin héldu úti umdeildu YouTube-rásinni DaddyOFive. Í myndböndum sem þau birtu stríddu þau börnum sínum á niðurlægjandi hátt og misþyrmtu þeim. Yfirvöldum var loks gert viðvart í apríl árið 2017. Í september það ár játuðu að hafa vanrækt börnin sín og fengu fimm ára skilorðsbundinn dóm hvort.

Í kjölfarið misstu þau forræði yfir dóttur sinni Emmu, ellefu ára, og syni sínum Cody, níu ára. Þá var þeim bannað að taka börnin upp og birta á samfélagsmiðlum. Búið er að fjarlægja öll myndbönd sem birt voru á rásinni DaddyOFive, en hjónin halda enn þá áfram að hlaða upp myndböndum á rásinni MommyOFive, en eingöngu af sér sjálfum.

Drap besta vin sinn

Breski Jútjúbarinn Sam Pepper hlóð upp myndbandi í nóvember árið 2015 sem hét: Hrekkur þar sem besti vinur er drepinn. Í myndbandinu voru einnig internetstjörnurnar Sam Golbach og Colby Brook, sem var rænt af dulbúnum Sam. Aðeins annar þeirra, Colby Brook, vissi að um hrekk væri að ræða en í myndbandinu fór Sam með þá báða á húsþak þar sem Sam Golbach var neyddur til að horfa á Sam skjóta Colby Brook.

Rúmlega hundrað þúsund manns skrifuðu undir undirskriftalista þar sem YouTube var hvatt til að fjarlægja Sam Pepper af efnisveitunni vegna hrekksins. Í kjölfarið hóf Sam hópfjármögnun og sagði að hann myndi eyða YouTube-rásinni sinni ef hann gæti safnað 1,5 milljónum dollara. Herferðin var fjarlægð sem og fyrrnefnt myndband á YouTube.

https://www.youtube.com/watch?v=G2_PAjgb6Ns

Upprennandi spilafíklar

Tölvuleikjaspilararnir Trevor Martin og Tom Cassell eru betur þekktir sem TmarTN og Syndicate. Þeir deildu myndböndum þar sem þeir hvöttu til spilunar á tölvuleiknum Counter Strike. Í myndböndunum sáust þeir spila og veðja á leikina, sem virtist skaðlaust áður en upp komst að Trevor og Tom ættu veðbankann CS:GO Lotto, sem leyfði krökkum niður í þrettán ára gamla að veðja. Tom baðst afsökunar á þessu en ekki Trevor.

Kian kynþáttahatari

Kian Lawley stofnaði YouTube-rás árið 2010, en árið 2017 var hann farinn að skapa sér nafn innan leiklistarheimsins þegar hann landaði hlutverki í kvikmyndinni The Hate U Give. Hlutverkið var hins vegar hrifsað af honum í febrúar í fyrra þegar að myndband af honum að tala niðrandi um aðra kynþætti komst í spilun á ný. Kian baðst síðar afsökunar á þessu á Twitter.

Kian Lawley.

„Þú getur ekki vaxið sem manneskja ef þú lærir ekki af mistökunum. Ég hef lært mikið og ég er þakklátur að geta breytt mér. Mig langar ekki að vera sá sem ég var í gær.“

Áfall í kristinni fjölskyldu

Sam & Nia slóu í gegn í mars árið 2014 þegar þau mæmuðu lagið Love Is An Open Door úr kvikmyndinni Frozen. Í ágúst 2015 urðu þau aftur gríðarlega vinsæl með myndbandi af Sam koma Niu á óvart með að Nia gengi með barn undir belti. Sam hélt því fram að hann hefði laumast til að geyma þvag sem Nia skildi eftir í salerninu til að kanna hvort hún væri ólétt. Þremur dögum seinna birtu þau annað myndband og sögðu frá því að Nia hefði misst fóstur. Margir aðdáendur voru efins og trúðu þessari atburðarrás ekki fyllilega.

Þremur dögum eftir það var því ljóstrað upp að Sam væri meðlimur á framhjáhaldssíðunni Ashley Madison. Sam játaði að hafa verið með reikning á síðunni en sagðist aldrei hafa notað hann. Olli þetta miklu fjaðrafoki þar sem Sam og Nia voru þekkt fyrir að myndbandsblogga um sig sem kristna fjölskyldu.

Sam og Nia tóku sér smá pásu eftir þessa atburðarás en sneru aftur á YouTube mánuði síðar.

Hvatti til fitusmánunar

Spéfuglinn Nicole Arbour gerði allt vitlaust í september árið 2015 þegar hún hlóð upp myndbandinu Dear Fat People, eða Kæra feita fólk. Myndbandið var sex mínútna langt og talaði Nicole niðrandi um feitt fólk og hvatti meira að segja til fitusmánunar.

Myndbandið vakti vægast sagt ekki lukku. Nicole missti vinnuna, en hélt því fram að myndbandið væri háðsdeila sem ætti að móðga fólk. Nicole er enn virkur Jútjúbari og með rúmlega fjögur hundruð þúsund áskrifendur.

Er PewDiePie gyðingahatari?

Íslandsvinurinn Felix Kjellberg, sem er betur þekktur sem PewDiePie, er með rúmlega níutíu milljónir áskrifenda á YouTube. Hann gerði allt vitlaust snemma árs 2017 þegar hann birti myndband af tveimur karlmönnum, sem hann hafði ráðið til starfa, sem héldu á skilti sem á stóð: Death to all Jews, eða Allir gyðingar eiga að deyja.

Margir sökuðu Felix um gyðingahatur en hann sagðist vilja sýna hve brjálaður nútíminn væri, hvað sem það svo þýðir. Eftir birtingu myndbandið var hætt við aðra seríu af YouTube Red-þættinum hans Scare PewDiePie og rásin hans fjarlægð úr Google Preferred-listanum.

Seint á árinu 2018 komst hann aftur í bobba þegar hann mældi með rás annars notanda sem er þekktur fyrir homma- og gyðingahatur.

N-orðið og nágrannadeilur

Jake Paul er yngri bróðir fyrrnefnds Logan Paul og einni vinsæl YouTube-stjarna. Hann komst í hann krappan í júlí árið 2017 þegar að nágrannar hans í Beverly Grove-hverfinu í Los Angeles íhuguðu að fara í mál við hann eftir að Jake ljóstraði upp um heimilisfang sitt. Fjöldi aðdáenda þyrptist að húsinu og sagðist Jake í útvarpsviðtali vorkenna nágrönnunum en að það væri ekkert sem hann gæti gert.

Nokkrum dögum seinna var hann rekinn úr sjónvarpsþáttaröðinni Bizaardvark á Disney-rásinni. Í janúar ári síðar var myndbandi lekið til TMZ þar sem Jake sást rappa og nota orðið niggari tvisvar. Hann er hins vegar enn virkur á YouTube.

Allt í plati

Svo er það upphaflega YouTube-stjarnan. Notandinn Lonelygirl15 stofnaði YouTube-rás í júní árið 2006, aðeins rúmu ári eftir að YouTube fór í loftið. Allir trúðu að þeir væru að fylgjast með dagbók unglingsstúlkunnar Bree en þremur mánuðum síðar kom í ljós að Bree var ekki öll þar sem hún var séð. Bree var nefnilega í raun nítján ára leikkonan Jessica Rose og hafði YouTube-rásin verið stofnuð og handrit skrifuð af Mesh Flinders, Miles Beckett og Greg Goodfried. Fjórmenningarnir náðu svo sannarlega að plata alla upp úr skónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum