fbpx
Miðvikudagur 28.febrúar 2024
Fókus

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 15. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn þann 20. mars kl. 19:30 verður sérstök forsýning á kvikmyndinni Us á vegum Nexus. Um er að ræða nýjustu hrollvekju grínarans Jordan Peele, sem sló allsvakalega í gegn með kvikmyndinni Get Out fyrir nokkrum árum.

Óhætt er að segja að kvikmyndaunnendur bíði margir hverjir eftir Us með mikilli eftirvæntingu enda hafa fyrstu viðbrögð gagnrýnenda gefið gilda ástæðu til þess að klemma hringvöðvann af spenningi.

Us segir frá Wilson-hjónunum Gabe og Adelaide sem halda til frís á ströndina ásamt börnum sínum tveimur, Zoru og Jason, þar sem þau ætla að hitta vini og taka því rólega í nokkra daga. Sú áætlun fer þó fyrir lítið þegar vægast sagt dularfullir tvífarar þeirra fara að gera þeim lífið leitt og breyta áætlun þeirra úr því að hafa það náðugt í æsispennandi baráttu fyrir lífinu. Með helstu hlutverk myndarinnar fara þau Lupita Nyong’o (12 Years a Slave), Winston Duke (Black Panther) og Elizabeth Moss (The Handmaid’s Tale).

DV Fókus hefur fengið í hendurnar góðan bunka af miðum til að gefa á umrædda forsýningu og þurfa lesendur ekki að gera annað en að finna okkur á Facebook síðunni okkar með þeim fyrirmælum að merkja/tagga þann einstakling sem viðkomandi myndi helst vilja taka með sér á sýninguna.
Athugið þó að myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára.

Dregið verður út á morgun (laugardag) og verður haft samband við vinningshafa með nánari fyrirmælum um hvar og hvernig skal nálgast miðana. Athugið að forsýningin verður hlélaus.

Hér að neðan má sjá stiklu fyrir myndina ásamt safaríkum ummælum frá gagnrýnendum:

„Þökk sé bráðsnjöllu handriti og frábærum leik er Us mynd sem er bæði sprenghlægileg og óhuggulega truflandi á sama tíma.“
Observer

„Þetta er svona mynd sem þú horfir á í gegnum fingurna.“
Us Weekly

„Myndin rýkur af stað og neitar að stoppa út heildarlengdina.“
Edge Media Network

„Djarfara og trylltara verk frá Jordan Peele.“
Film Inquiry

„Us er ein af þessum myndum sem þarf að sjá aftur og aftur þangað til að spólan slitnar.“
Vulture

„Blóðuga ofbeldið, tárin, öskrin og bregðuatriðin – þetta er allt saman kunnuglegt en er hér útfært með ferskum hætti.“
Slashfilm

„Myndin er ólík öllu öðru. Myndin mun ásækja ekki aðeins drauma þína, heldur huga þinn.“
Nerdist

 

Us er frumsýnd 22. mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rifjar upp hryllilegu dagana eftir hvarf systur sinnar – Málið sem heimurinn stóð á öndinni yfir

Rifjar upp hryllilegu dagana eftir hvarf systur sinnar – Málið sem heimurinn stóð á öndinni yfir
Fókus
Í gær

Lét banna áhrifavald í ræktinni eftir að hún tók upp þetta myndband

Lét banna áhrifavald í ræktinni eftir að hún tók upp þetta myndband
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi eftir bréf til kennarans í nestisboxi dóttur sinnar – Ástæðan er þessi

Skildi eftir bréf til kennarans í nestisboxi dóttur sinnar – Ástæðan er þessi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði Sunnevu Einars – Rúðupissið búið en kann ekki að opna bílhúddið

Vandræði Sunnevu Einars – Rúðupissið búið en kann ekki að opna bílhúddið