fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Ágústa Eva um slysið sem breytti lífinu: „Ókei, ég á ekki að vera hérna“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 13:00

Ágústa Eva lítur á jákvæðu hliðarnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir er næsti gestur Loga Bergmanns í þættinum Með Loga, sem sýndur verður á Sjónvarpi Símans annað kvöld.

Í þættinum opnar hún sig til dæmis um slysið sem breytti lífi hennar, þegar hún klemmdist á milli hurðar á þvottastöð Löðurs og húddsins á bíl hennar. Þetta gerðist sumarið 2015 og var Ágústa Eva hætt komin. Hún skaddaðist varanlega á sál og líkama og stendur nú í málaferlum við Löður.

„Eftirköstin eru búin að vera svakalega mikil. Ég einhvern veginn rankaði við mér og hugsaði bara: Ókei, ég á ekki að vera hérna. Ég er á einhverjum asnalegum frímiða,“ segir Ágústa Eva við Loga og heldur áfram um hvernig hún er búin að endurmeta lífið.

„Hvað er skakkt í mínu lífi? Hvað þarf ég að laga? Og maður reynir eins og maður getur, þó þetta sé ofboðslega fatlandi, ég gæti alveg verið bara undir sæng. Líkaminn finnur nýjar leiðir til að syngja. Ég finn asnalegar leiðir til að anda af því að þindin á mér skaddaðist og ég anda stundum undarlega. Ég er bara að reyna að læra upp á nýtt á mig og á andlegu hliðina líka.“

Ágústa Eva ætlar ekki að láta slysið og eftirköst þess buga sig.

„Ég reyni að taka það jákvæða sem ég get út úr þessu,“ segir hún. „Ég er á frímiða þannig að ég get bara gert það sem ég vil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta