fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Fimm hlutir sem sýna að 2019 var ekki svo slæmt ár

Fókus
Mánudaginn 23. desember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fer árið 2019 að líða undir lok og þá fer fólk að minnast þess sem gerðist á árinu. The Guardian tók saman nokkur atriði sem sýna fram á að árið 2019 hafi alls ekki verið svo slæmt eftir allt saman. Hér að neðan má sjá nokkra hluti sem sýna einmitt fram á það.

Hnúfubakar snúa aftur

Fyrir nokkrum áratugum var hvalategundin hnúfubakur í mikilli útrýmingarhættu. Á níunda áratugnum voru einungis nokkur hundruð hnúfubaka í sjónum. Í dag eru þeir hinsvegar orðnir um það bil 25.000 talsins. Einnig hefur 2019 verið gott ár fyrir skjaldbökur. Stofn sjávar-skjaldbakna stækkað hefur um 980% frá áttunda áratugnum og í febrúar fannst risa-skjaldbaka á Galapagos-eyjunum, en talið var að sú tegund væri útdauð.

Megan Rapinoe

Bandaríska fótbolta-stjarnan Megan Rapinoe kom, sá og sigraði á árinu 2019. Hún varð heimsmeistari með liði Bandaríkjanna, þar sem hún vann gullskóinn. Auk þess vann hún Ballon D’or, ábyggilega virtustu verðlaun fótboltaheimsins. Það gerði Megan allt á meðan hún barðist gegn fordómum í garð hinsegin-fólks og öðru ójafnrétti í heiminum.

Við höfum aldrei vitað jafn mikið um Alzheimer

Mikið gerðist í rannsóknum á Alzheimer-sjúkdómnum árið 2019. Fjöldi vísindamanna hafa verið að rannsaka heilann og þróa lyf sem eiga að geta hægt á þróun sjúkdómsins. Höfuðrannasóknarmaður alþjóðlegu Alzheimer-samtakanna sagði í haust að eitthvað merkilegt væri framundan.

Greta Thunberg

Umhverfis-aktívistinn Greta Thunberg var valin manneskja ársins hjá Time-tímaritinu og það ekki af ástæðulausu. þrátt fyrir að vara ung að árum hefur Greta gert magnaða hluti á árinu og verið fyrirmynd fyrir ansi marga. Ræða Gretu á ráðstefnu sameinuðu þjóðanna var líklega það sem vakti mesta athygli af öllu því sem hún gerði, en þá skammaði hún leiðtoga heims fyrir aðgerðarleysi í loftlagsmálum.

Brautryðjandi Greta hefur farið í ófá skólaverkföllin fyrir jörðina. Mynd: Getty Images

Baby Yoda

Í haust sameinaðist heimurinn vegna aðdáunnar sinnar á litla græna krúttið sem er kallað Baby YodaBaby Yoda er sögupersóna í þáttunum Mandalorian sem gerast í hinum víðfræga Star Wars-heimi. Krúttsprengjan er af sömu tegund og Jedi-meistarinn vinsæli, Yoda, en það er einmitt þaðan sem Baby Yoda fær nafn sitt.

Myndaniðurstaða fyrir baby yoda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni