fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fókus

Íslensk bók veldur usla vegna nektar: „Er myndin á kápunni virkilega of gróf?“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 16:45

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Lilja Aradóttir gaf nýverið gaf út sína fyrstu bók, Einfald­lega Emma, sem Unnur segir vera sögu um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum. Bókin er gefin út af bókaútgáfunni Hringaná en birting á auglýsingum fyrir bókina hefur ekki gengið áhyggjulaust.

Rithöfundurinn greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Hringaná – bókaútgáfa á í erfiðleikum með að kaupa auglýsingar á Facebook fyrir Einfaldlega Emmu vegna ‘nektar’ á bókarkápunni jafnvel þó myndin sé ritskoðuð,“ segir Unnur en á kápunni má sjá teiknaða mynd af karli og konu án fata. „Hvað segir fólk, er myndin á kápunni virkilega of gróf fyrir auglýsingar??? Ég verð að segja að ég er svolítið hissa.“ Mynd af kápunni má sjá hér fyrir neðan.

Kápan sem er of gróf fyrir Facebook

Unnur er menntaður sjúkraliði og hefur starfað við umönnun síðastliðin tuttugu ár en DV tók nýverið viðtal við hana. Þar sagðist hún hafa fengið hug­mynd­ina að bók­inni fékk Unn­ur þegar sam­starfs­kona henn­ar á Land­spít­al­an­um sagði henni frá kjafta­sögu sem hún kom óvart sjálf af stað um sig. Þá var ekki aftur snúið. „Þessi kjaftasaga er svolítið óvenjulega venjuleg en sam­starfs­kona mín kom til mín eina vakt­ina og spurði mig hvort ég hefði heyrt ein­hverj­ar skrítn­ar sög­ur um hana. Hún sagði mér þá frá því að tveim­ur dög­um fyrr hefði hún verið á vakt og í ein­hverj­um fífla­gangi komið af stað orðrómi um að hún ætti í ástar­sam­bandi við mun yngri mann sem vann með okk­ur, en mamma hans var líka góð vin­kona henn­ar og vaktstjóri á deildinni. Þá kviknaði eitthvað í hausnum á mér og ég fór að velta fyrir mér þessari sögu um ástarsamband með þessum aldursmun,“ sagði Unnur en viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimsfaraldurinn hefur áhrif á kynlíf – Minna um munngælur og strokur

Heimsfaraldurinn hefur áhrif á kynlíf – Minna um munngælur og strokur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“