fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Hvers vegna þarf hún að vakna við frygðarstunur og samfarasmelli í hljóðkerfinu sínu?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. nóvember 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst ekki notalegt að vakna við að fína hljóðkerfið í stofunni minni stilli sig inn á einhvern nágranna sem er að horfa á KLÁM. Þetta er að gerast á hverju kvöldi á sama tíma,“ skrifar reykvísk kona í Facebook-færslu sem hún gaf DV leyfi til að birta. Eitthvað veldur því að á hverju kvöldi fer af stað hljóðrás úr klámmynd í hljóðkerfi konunnar. 

„Ég tók hljóðkerfið úr sambandi þegar þetta gerðist fyrst, en mér finnst mjög ósanngjarnt að ég þurfi að kippa því úr sambandi á hverju kvöldi. Er eitthvað sem ég get gert? Í von um svör sem fyrst. Mér finnst ekki gaman að vakna við stunur og skelli þegar ég er sofandi.

Líkur eru á því að nágranninn tengi sig óvart inn á Bluetooth-tengingu konunnar og því ætti ráðið til hennar að vera líklega það að fara í stillingar og afvirkja Bluetooth-tengingu.

Einnig er mögulegt að nágranninn sé að nota sama wifi, þ.e. þráðlaust net, sem er þó ekki eðlilegt og ætti að vera hægt að fyrirbyggja. Þekkt eru dæmi um svona hljóðrásarrugling í þráðlausum heyrnartólum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta