fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fókus

Ingólfsvaka: Félag sem vinnur gegn sjálfsvígum heldur tónlistarhátíð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. október 2019 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfsvaka er félag sem hefur það að markmiði að vekja athygli á þeirri vá sem sjálfsvíg eru í íslensku samfélagi. Þá safnar félagið fé fyrir samtök og stofnanir sem berjast gegn sjálfsvígum og veita aðstandendum stuðning. Félagið var stofnað af nokkrum vinum sem misstu góðan vin sem hét Ingólfur Bjarni. Ingólfur stytti sér aldur í september 2017. Helsta áhugamál Ingólfs var tónlist og því var algjör samhugur í vinahópnum að halda styrktartónleika undir nafninu Ingólfsvaka fyrir fjölskyldu hans í nóvember sama ár. Á þeim tónleikum komu um 10 hljómsveitir fram og Ingólfur hafði komið að flestum þeirra á einn eða annan hátt. Eftir vel heppnaða tónleika var ákveðið að gera tónleikahald undir nafni félagsins að árlegum viðburði og að ágóði tónleikahaldsins skyldi renna til málaflokksins.

Tónlistarhátíðin Ingólfsvaka verður haldin í þriðja sinn 12. október næstkomandi

Hátíðin fer fram í Leiknisheimilinu, Austurbergi  1, 111 Reykjavík.

Klukkan 20:00 hefst kvölddagskrá þar sem skemmtikraftar úr Mið-Ísland mæta. Floni, Seint, Bogdan og Ívar I,  og Björk Viggósdóttir spila tónlist. Mike the Jacket endar kvöldið á frábæru DJ setti. Þá mun eldlistamaður leika listir sínar. Miðaverð á kvölddagskrá er 1500.-

Góagrill verður á svæðinu og selur veitingar gegn vægu gjaldi. Barinn verður opinn og happy hour frá 20:00 – 23:00. Boðið verður upp á ókeypis far niður í miðbæ.

Hátíðin er öll unnin í sjálfboðavinnu og í ár er hún haldin til styrktar Pieta-samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum