fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Pétur Jóhann um kvíðann: „Ég hef bara gaman af þessu“

Fókus
Föstudaginn 25. október 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ég myndi fara í greiningu yrði ég örugglega greindur með kvíða, þunglyndi, athyglisbrest, hvað það heitir, allt saman. Ég kann vel við sjálfan mig. Þess vegna vil ég ekki fara í neina greiningu eða fá neinar töflur, því það gæti breytt gaurnum sem ég kann svo vel við,“

segir Pétur Jóhann Sigfússon, leikari og grínisti. Pétur var gestur í hlaðvarpsþætti Snorra Björns og talar þar um námsárin, ferilinn, bíladellu, vináttuna við Jón Gnarr og hvernig það er að vera kvíðasjúklingur í sex-til-átta mínútur á dag.

„Ég vil ekki hvort ég vil nota orðið kvíði. Þetta er tímabundið og varir í svona átta mínútur. Það gæti dreifst samt. Það koma kannski tvær-þrjár mínútur á morgni, svo koma kannski tvær-þrjár seinnipartinn. Svo á kvöldin þegar ég leggst á koddann, þá fer ég að kvíða einhverju sem verður næsta dag, en þá sofna ég bara,“ segir Pétur.

„Grínlaust, þá lendi ég oft í því að keyra frá heimilinu og ætla kannski í Auðbrekku en ranka við mér í Skeifunni. Ég fer mjög oft út í búð og Sigrún, konan mín, er búin að segja mér nákvæmlega hvað ég á að kaupa, meira að segja búin að senda mér það í skilaboðum, en ég gleymi alltaf tveimur eða þremur hlutum. Þetta er minn raunveruleiki í gegnum lífið, en ég hef bara gaman af þessu.“

Hlustaði ekki á ráð Dodda litla

Pétur rifjar upp ferill sinn og fyrri störf og talar um breytinguna sem fylgdi því að gerast sjónvarpsleikari, en á undan því hafði hann unnið sem útvarpsmaður í fjögur ár. Hann segir taugarnar hafa sjaldan verið trekktari en þegar 70 mínútur var og hét. Þá var mætt til vinnu á hverjum degi með hjartað í buxunum og segir hann kvíðatímann hafa slegið í hálftíma hvern dag.

„Ég var nýkominn úr því að vera pakkaður inni í bómul þarna í útvarpinu. Þetta var allt annað gigg heldur en að fara á sundbol í gegnum bílaþvottastöð, það var það fyrsta sem ég gerði í þættinum. Þetta var innvígslan,“ segir Pétur, sem var lengi efins um hvort ákvörðunin hafi verið sniðugt að segja skilið við útvarp. Samkvæmt Pétri hlustaði hann í staðinn á hjartað og gríðarlegan sannfæringarkraft Auðuns Blöndal. Þá bætir hann við að Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Doddi litli, hafði ráðlagt sér að þiggja ekki starfið í 70 mínútum. „Hann sagði mér eindregið að sleppa þessu og sagði að ég væri að gera rangt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta