fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Yfirheyrslan: „Ef þú getur gert það á fimm mínútum, gerðu það strax“

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 13. október 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur hefur samið fjölbreytt dansverk bæði fyrir leikhús og tónlistarmyndbönd. Verk hennar hafa verið sýnd á sviðslistahátíðum víðs vegar um heim en hún hefur jafnframt hlotið nokkrar tilnefningar til Grímunnar. Katrín er í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér best?
Heima með fólkinu mínu eða í göngutúr einhvers staðar í náttúrunni.

Hvað óttastu mest?
Stríð og eyðileggingu.

Hvert er þitt mesta afrek?
Koma dóttur minni í heiminn, ein magnaðasta lífsreynsla sem ég hef upplifað.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér?
Í starfi mínu sem listamaður hef ég gert margt á sviði sem öðrum þætti kannski furðulegt: Hlaupið um í bananabúningi, handþeytt smjör, lamið fólk með gúrku og svona mætti lengi telja. Kannski er það furðulegasta sem ég hef gert að vinna á skrifstofu.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Slagorðið sem prýðir almenningsklósettvörur víða um heim: Katrin – less is more.

Hvernig væri bjórinn Katrín?
Katrín væri sterkur imperial stout sem myndi vera keisaraynjunni nöfnu minni að skapi.

Besta ráð sem þú hefur fengið?
„Ef þú getur gert það á fimm mínútum, gerðu það strax“ hefur hjálpað mikið í vinnutörnum þar sem maður þarf að vera með marga bolta á lofti.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið?
Mér finnst leiðinlegt að vaska upp seint á kvöldin, þá er ég líkleg til að slasa mig á eldhúshnífnum eða brjóta glas.

Besta bíómynd allra tíma?
Dirty Dancing og Saturday Night Fever eru bestu dansmyndirnar.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?
Að geta flakkað um í tíma.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?
Treysta innsæinu og taka stökkið.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér?
Ýmis orð sögð í spjátrungslegum tón: vinkona, meistari, kallinn, gamla.

Hvað geturðu sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta að veita þér?
Gott súkkulaði klikkar aldrei.

Hvað er á döfinni hjá þér?
Ég frumsýndi nýverið ÞEL, verk fyrir Íslenska dansflokkinn en síðustu sýningar eru nú í október. Svo eru æfingar að fara á fullt fyrir nýtt sviðsverk með kollegum mínum í leikhópnum Marmarabörnum, við frumsýnum Eyður, sjónræna sviðsfantasíu, á stóra sviði Þjóðleikhússins í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrædd um að kærasta yfirmannsins komi upp um leyndarmálið í brúðkaupinu

Hrædd um að kærasta yfirmannsins komi upp um leyndarmálið í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir frá föðurnum sem yfirgaf hana og umboðsmanninum sem hún hræddi burt

Segir frá föðurnum sem yfirgaf hana og umboðsmanninum sem hún hræddi burt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hárprúð dóttir Rikka G og Valdísar komin í heiminn

Hárprúð dóttir Rikka G og Valdísar komin í heiminn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“