fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Red Bull Music kynnir fulla dagskrá á S.A.D.* Festival

Guðni Einarsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Red Bull Music býður upp á ókeypis tónlistarhátíð þann 1. febrúar næstkomandi á skemmtistaðnum Palóma. Hátíðin er haldin til að brjóta upp skammdegið og dregur þaðan nafn sitt en rjómi íslensku hip hop senunnar stígur á stokk af því tilefni.

S.A.D. Festival stendur fyrir „hátíð skammdegisþunglyndis“ en allir listamenn sem koma fram eiga það sameiginlegt að fást við sorg eða þunglyndi í tónlist sinni. Dagskráin er sérhönnuð af sérfræðingum til að sporna gegn D-vítamínskorti og árstíðabundinni vanlíðan.

DV tónlist mun fjalla um hátíðina á föstudaginn en þá munu listamennirnir SEINT og Elli Grill heimsækja þáttinn en þeir koma meðal annars fram á hátíðinni. Þátturinn fer fram á slaginu 13.00 á vef DV.is.

Rjómi íslensku rappsenunnar kemur fram á S.A.D Festival.

Tvíkeykið Kef Lavík er meðal atriða sem kynnt eru til leiks en það hefur vakið athygli fyrir að fjalla opinskátt um hugðarefni á borð við neyslu, ástina og þunglyndi. Auður mun einnig koma fram en hann er brakandi ferskur eftir að hafa gefið út plötuna AFSAKANIR seint á síðasta ári við mikið lof fjölmiðla. Stepmom er gjörningalistamaður sem rappar og bregður sér gjarnan í hlutverk stjúpmömmu þess sem á hana hlustar. SEINT er melódískt, framsækið og sálarmikið hip hop atriði sem blandar saman áhrifum úr öllum áttum í eina sterka heild. Karítas þeytir skífum út nóttina en hún er þekkt fyrir að vera plötusnúður í stórsveitinni Reykjavíkurdætur. Ragga Hólm er einnig þekkt fyrir sína vinnu með Reykjavíkurdætrum en hún gaf út sólóplötu í lok síðasta árs og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Þá munu Cyber einnig þeyta skífum en þær eru þekktar fyrir sterkar konseptplötur og líflega sviðsframkomu. Flóni er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og verða þetta fyrstu tónleikar hans eftir að hann gefur út nýju plötuna sína Floni 2. Alvia er einn þekktasti rappari landsins en hún var tilnefnd til verðlaunanna Nordic Music Prize fyrir plötuna Elegant Hoe. Elli Grill er með „teknóið djúpt í blóðinu“ og er einn frumlegasti rappari samtímans þar sem hann blandar sinni auðþekkjanlegu rödd við trapp og rapp úr gamla skólanum.

Húsið opnar kl. 20.00 föstudaginn 1. febrúar, en tónleikar hefjast kl 21.00 í kjallaranum á Palóma – HP Bar. Dagskráin flakkar svo á milli kjallarans og háaloftsins og búast má við rífandi stemningu í skammdeginu. Það er frítt inn á hátíðina þannig að mælt er með að mæta snemma til að tryggja aðgang þar sem pláss er takmarkað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Ver verður afi

Magnús Ver verður afi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt viðtal við Hatara: „Óttast íslenska þjóðin að þið komið með keppnina til Íslands?“

Nýtt viðtal við Hatara: „Óttast íslenska þjóðin að þið komið með keppnina til Íslands?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Adele skilin eftir tveggja ára hjónaband

Adele skilin eftir tveggja ára hjónaband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Að líta út eins og gellurnar á Instagram: Opið bréf frá 15 ára íslenskri stúlku

Að líta út eins og gellurnar á Instagram: Opið bréf frá 15 ára íslenskri stúlku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta: „Ég er mjög peppandi. Mér finnst það og flestir segja það við mig“

Lína Birgitta: „Ég er mjög peppandi. Mér finnst það og flestir segja það við mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Besta kynlífið – Íslendingar segja frá: „Hann reyndist líka sleikja eins og engill“

Besta kynlífið – Íslendingar segja frá: „Hann reyndist líka sleikja eins og engill“