fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Þetta mátti Sveppi ekki setja í Skaupið: „Í grunninn bara mannlegur harmleikur“

Fókus
Sunnudaginn 20. janúar 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Þór Sverrisson, best þekktur sem Sveppi, mátti ekki gera atriði um mál Sunnu Elvíru í Áramótaskaupinu, en hann var búinn að skrifa þrjá „sketsa“, eða grínatriði, um málið. Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Millivegurinn upplýsir hann einnig að hann hafi ekki mátt gera grín að orðinu „hán“, sem er notað er yfir þá sem skilgreina sig ekki eftir kyni.

Hann var einn af höfundum síðasta Áramótaskaups, höfundarnir skiptu árinu á milli sín eftir mánuðum og fékk hann febrúar, en þá var mál Sunnu Elvíru mikið í umræðunni.

„Ég var búinn að skrifa þrjá ógeðslega fyndna sketsa um Sunnu Elvíru,“ segir Sveppi. „Henni var hent niður af svölum á Spáni. Maðurinn hennar var handtekinn, átti að hafa verið í einhverju dópi með taflmönnum. Víkingasveitin braust inn í Skáksamband Íslands. Sem er hilarious. Skáksambandið, staður það sem Víkingasveitin hefur aldrei komið á á ævinni. Mér finnst þetta svo áhugavert mál. Íslendingar söfnuðu í sjúkraflug fyrir hana, svo man hún ekki neitt.“

Sunna Elvira Þorkelsdóttir lamaðist í kjölfar slyss á Malaga í janúar 2018. Málið er mjög dularfullt, talað var um að hún hafi dottið á heimili sínu en upplýsingafulltrúi spítalans í Malaga sagði hana hafa verið lagða inn eftir bílslys. Eiginmaður hennar, er nú fyrir dómi vegna Skáksambandsmálsins, þar sem smygla átti 5 kg af amfetamíni til landsins.

Sveppi segir að það hafi ekki hann ekki fengið að koma að í Skaupinu:

„Þetta var mjög stórt mál á árinu, en það var allt tekið út. Þetta er líka, sem er alveg rétt, í grunninn bara mannlegur harmleikur. Við viljum frekar reyna að kýla upp heldur en niður.“

Það var talað um að þetta hefði verið Skaup Góða fólksins, hvað segir þú um það?

„Ég veit það ekki. Þetta er svo erfitt. Líka strax þegar Jón Gnarr byrjar að skrifa Skaup, þá eru strax 30% þjóðarinnar orðnir brjálaðir. Vita ekkert um hvað, bara af því að hann er umdeildur, pólitíkus, Sjálfstæðismenn eru ekki að gúddera hann og þá halda þeir að hann sé að skrifa illa um Sjálfstæðisflokkinn. Alls konar svona vesen.“

Það voru einnig fleiri brandarar sem hann mátti ekki fjalla um í Skaupinu:

„Alls konar svona grín sem að mig langaði til að gera, mig langaði að gera grín að svona hán-fólki, og hín. Það er ekkert af því að ég er eitthvað á móti því, ég bara skil þetta ekki alveg ennþá. Enda ég er bara 42 ára og nýbúinn að gúddera homma, lesbíur og svart fólk. Er það ekki nóg fyrir einn mann á einni ævi? Svo tekur bara næsta kynslóð við til að gúddera hán og hín og að flokka rusl,“ sagði Sveppi og hló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta