fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Samferða styrkti 102 fjölskyldur – Fjölskyldur með langveik börn og fólk með sjúkdóma

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn góðgerðarsamtakanna Samferða birti 31. desember yfirlit yfir árið 2018 á Facebook-síðu sinni. Nóg var að gera á árinu, en starfsemi og úthlutanir samtakanna hafa aukist árlega síðan samtökin voru stofnuð í nóvember 2016. Fyrir þann tíma rak Örvar Þór Guðmundsson upphafsmaður þeirra góðgerðarstarfið á eigin nafni og kennitölu.

Stjórn Samferða skipa: Rútur Snorrason, Örvar Þór Guðmundsson, Sigurlaug Ragnarsdóttir, Hermann Hreiðarsson og Brynja Guðmundsdóttir. Að auki hefur Kristinn Tómasson séð um að útbúa allt markaðsefni fyrir Samferða.

Stjórn samtakanna hittist í hverjum mánuði og úthlutaði styrkjum til fólks sem þau fá góðar ábendingar um. Bæði þar sem langveik börn áttu í hlut og svo fólk á öllum aldri sem er að glíma við lífsógnandi sjúkdóma. Mest er þetta unnið eftir ábendingum frá fólki um land allt og einnig frá Ragnheiði hjá Krafti (ungt fólk með krabbamein), Ljósinu og Krabbameinsfélaginu, svo eitthvað sé nefnt.

Samferða styrkti 102 fjölskyldur á árinu

Árið 2018 styrkti Samferða 102 fjölskyldur í landinu, alls um sex milljónir. 42 fjölskyldur voru styrktar á tímabilinu janúar – nóvember og síðan fengu 60 fjölskyldur styrki í árlegri jólasöfnun í desember.

Að auki höfum lagði Samferða sitt af mörkum í Hnífsdal, Akureyri, Vestmannaeyjum og Hafnarfirði með góðgerðarsamkomum til styrktar einstaklingum og fjölskyldum í viðkomandi bæjarfélögum. Hyggst Samferða standa að fleiri viðburðum um land allt, á komandi árum. Þá má finna Samferða inn á hlaupastyrkur.is í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið og vona samtökin að sem flestir sjái sér fært um að hlaupa til styrktar Samferða á komandi árum.

Staða á reikning hjá Samferða þann 31. desember var 1.414.306 krónur

Samferða góðgerðarsamtök voru stofnuð í nóvember 2016 og eru fimm aðilar sem skipa stjórn samtakanna. „Við í stjórninni deilum sömu áherslum og framtíðarsýn, það er við vinnum af hugsjón í 100% sjálfboðaliðavinnu. Enginn yfirbygging né kostnaður, hver einasta króna fer á þann stað sem hún á að fara á. Deloitte sér til þess að allt bókhald sé til fyrirmyndar og upp á borðinu,“ segir Rútur.

Markmið okkar er og verður að gera þau atriði og þá þætti, er snúa að góðgerðarmálum rétt og vel. Í leiðinni skapa trú og traust almennings í landinu á okkar starfi, því ekki er vanþörf á.

Umfram allt – hjálpa og aðstoða þá er minna mega sín, sem því miður er svo sannarlega ábótavant um allt land. Ég vil biðja þig vinsamlegast um að læka við síðu okkar á Facebook – fylgjast með og taka þátt í uppbyggingu samtakanna um ókomin ár. Takk fyrir að vera samferða okkur á þessu ári. Við ætlum okkur stóra hluti árið 2019 og með þinni hjálp mun það takast fyrir þá sem minna mega sín.

Fyrsti fundur Samferða verður haldinn 22. janúar. Sú breyting verður á í ár að aðeins verður tekið á móti ábendingum og þeir einir munu fá styrk sem hafa ekki fengið styrk áður frá Samferða.

Tekið er á móti öllum góðum ábendingum á netfangi Samferða: godgerdarsamtokin@gmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki