fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fókus

Rip Torn látinn – „Goðsögn í orðsins fyllstu merkingu. Hvílíkur ferill“

Fókus
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Rip Torn lést á heimili sínu í gær, 88 ára að aldri. Í tilkynningu frá fjölskyldu hans segir að hann hafi dáið friðsamlega með eiginkonu sína, Amy Wright, og tvær dætur við sína hlið.

Torn átti langan og farsælan feril sem dramaleikari en er sennilega þekktastur fyrir gamanleik sinn, ekki síður kaldhæðinn húmor og einkennandi rödd.

Hann hlaut Emmy-verðlaun árið 1996 fyrir sjónvarpsþættina The Larry Sanders Show og vakti mikla kátínu í kvikmyndum á borð við Dodgeball, Freddy Got Fingered og Men in Black myndunum, svo nokkur dæmi séu nefnd, auk gamanþáttanna 30 Rock. Leikarinn var virkur bæði á skjá og sviði í rúm sextíu ár.

Á samfélagsmiðlum hafa margir minnst leikarans með hlýjum orðum, þar á meðal kvikmyndagerðarmaðurinn Albert Brooks og grínarinn Seth MacFarlane.

„Goðsögn í orðsins fyllstu merkingu. Hvílíkur ferill“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðalegt augnablik stjörnuparsins vekur athygli – Sjáðu myndbandið

Vandræðalegt augnablik stjörnuparsins vekur athygli – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna