Katrín Bjarkadóttir, áhrifavaldur og eigandi Front Clothing Group, og Stefán John Stefánsson eru trúlofuð. Stefán fór á skeljarnar fyrir framan Eiffel turninn í París. Hann gerði myndband um ferlið að biðja um hönd Katrínar og deildi því á Instagram.
„Það eru komnir fjórir dagar síðan ég pantaði hringinn. Ég þurfti aðeins stærri demant í miðjuna því hún á það skilið. Það sem mér þykir best er að ég held að við séum að vera meira og meira ástfangin með hverjum deginum og það gerir þessa ákvörðun svo miklu betri,“ segir hann í myndbandinu.
Í myndbandinu biður Stefán móður Katrínar um hönd hennar sem móðir hennar gaf. Hann bað líka vinkonur hennar um blessun, sem þær gáfu parinu.
Stefán bað Katrínar fyrir framan Eiffelturninn og sagði Katrín já.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
Við óskum parinu innilega til hamingju.