fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fókus

Ísold Halldórudóttir: „Mér er sama um undirhökuna, appelsínuhúðina, bakfituna“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 12. apríl 2019 20:30

Ísold Halldórudóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Ísold Halldórudóttir hefur vakið gríðarlega athygli undanfarið, bæði hér heima og erlendis, og er ötul baráttukona fyrir líkamsvirðingu. Hún deilir andríkum skilaboðum á Instagram-síðu sinni um leið og hún tilnefnir sjálfa sig í árlegu Dazed100 keppnina á vegum fjölmiðilsins Dazed, en markmið keppninnar er að varpa ljósi á upprennandi hönnuði, leikara, fyrirsætur og ýmiss konar listamenn aðra.

„Ég tilnefni sjálfa mig í #dazed100 því mér er sama um undirhökuna, appelsínuhúðina, bakfituna og magann minn sem er augljóslega ekki sléttur,“ skrifar Ísold og heldur áfram.

„Ég tilnefni mig á hverjum degi því ég trúi á mig sjálfa og aðra sem líður eins og þeir passi ekki inn neins staðar. Ég lofa að búa ávallt til rými fyrir ykkur, standa með ykkur og vera hávær.“

Þá hvetur Ísold aðra til að merkja Dazed ef þeir trúa á sig sjálfa, líkt og hún. Rúmlega tvö hundruð manns eru búnir að líka við myndina og fjölmargir merkja Dazed eins og Ísold hvetur til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“
Fókus
Í gær

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er 55 ára – og lifi lífinu á eigin forsendum“

„Ég er 55 ára – og lifi lífinu á eigin forsendum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Axel mærir – „Þetta eru hjón með fallegt hjarta“

Jón Axel mærir – „Þetta eru hjón með fallegt hjarta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“