Athafnamaðurinn Skúli Mogensen býr í einu dýrasta einbýlishúsi landsins á Seltjarnarnesi, eins og DV hefur áður sagt frá.
Húsið er rúmir sex hundruð fermetrar, á tveimur hæðum og með útsýni yfir sjóinn. Húsið er afskaplega fallega innrétt, enda kærasta skúla, Gríma Björg Thorarensen innanhúsarkitekt.
Sjá einnig: Svona búa Skúli og Gríma.
Það er þó einn veigamikinn hlut sem vantar í húsið – nefnilega bréfalúgu. Póstburðarfólk hefur því ekki geta borið út póst í húsið, þó bréf séu stíluð á Skúla á þetta heimilisfang. Hafa starfsmenn Póstsins, samkvæmt heimildum DV, því gripið á það ráð að koma póstinum í höfuðstöðvar WOW Air við Katrínartún í Reykjavík.
Nú er WOW Air hins vegar gjaldþrota og ljóst að Skúli þarf að koma póstmálum sínum í lag. Nú, eða láta koma fyrir bréfalúgu í húsinu á Seltjarnarnesi.