fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fókus

Þetta fá starfsmenn WOW ókeypis í kjölfar uppsagnar

Fókus
Föstudaginn 29. mars 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir starfsmenn flugfélagsins WOW áttu heldur betur dapran dag í gær í kjölfar rekstrarstöðvunar félagsins. Í skýrslu Reykjavík Economics um efnahagsleg áhrif WOW er gert ráð fyrir að um 2900 manns tapi vinnu vegna gjaldþrotsins. Nú þegar hafa um 1100 starfsmenn WOW misst vinnuna, 59 hjá Kynnisferðum og nú 3 til viðbótar á flugvellinum.

Hins vegar voru mun fleiri en aðeins starfsmenn flugfélagsins og víðar sem áttu erfiðan dag og var fjöldi fólks strand eftir að flugi þeirra var aflýst án fyrirvara.

Ýmis fyrirtæki hafa sýnt þessu fólki mikla samúð og gert tilraun til þess að peppa upp móralinn.

Þetta fá starfsmenn og strandaglópa WOW ókeypis í kjölfar uppsagnarinnar

 

Ókeypis samúðarbjór á Dillon gegn framvísun starfsmannaskírteinis

Viskíbarinn Dillon hlaut mikinn stuðning Facebook-notenda, en þeir birtu stöðufærslu þar sem ókeypis öl væri í boði hússins. Í færslunni stendur:
„Við erum bara lítill bar en okkur langar að bjóða starfsfólki WOW á smá djamm á morgun – þannig að gegn framvísun starfsmannaskirteinis fá fyrrum starfsmenn WOW frían bjór til klukkan 20.“

 

Paddy’s Beach Pub í Keflavík – Frír bjór til þeirra sem eru strandaðir

„Ef þið eruð ekki með neinn samastað bókaðan, mælum við með að þú kíkir á írska barinn í Keflavík. Ert þú á meðal þeirra sem eru strand? Þá er ókeypis bjór handa þér!“

Þetta segir í stöðufærslu Keflvísku kránnar Paddy’s, en Björgvin Ívar Baldursson, einn af eigendum staðarins, segir að hafa komið góðar undirtektir við færsluna í gær. „Það voru allavega viðbrögð eins og það hefði verið eitthvað action og þeir sem mætt nokkuð sáttir bara,“ segir Björgvin.

 

Frí áskrift að klámsíðunni Brazzers

Stjórnendur klám­síðunnar Brazzers bjóða þeim far­þegum sem eru stranda­glópar um þessar mundir vegna gjald­þrots Wow Air upp á fría á­skrift að vef­síðunni, gegn því að þeir sendi þeim mynd af flug­miðanum sínum en þetta til­kynnir fyrir­tækið á Twitter í færslu sem má sjá hér að neðan.

 

Launað frí frá Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun vekur athygli á að þeir sem hafa starfað hjá WOW air geta sótt um atvinnuleysisbætur á heimasíðu stofnunarinnar. Unnur Sverr­is­dótt­ir, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í morgun að stofn­un­inni væri ekki búið að ber­ast nein form­leg til­kynn­ingu frá WOW air um hversu marga starfs­menn sé að ræða. Hún sagði jafn­framt að Vinnu­mála­stofnun hefði nú þegar sett af stað við­bragðs­á­ætlun og fylgist grannt með stöðu mála. Auk þess hefði stofn­unin þegar aukið mann­skap í þjón­ustu­veri og lengt opn­un­ar­tíma.

 

Frítt far heim hjá Icelandair

Strandaglópar, bæði starfsmenn og ferðalangar, þurftu ekki margir að leita langt ef Icelandair vél á sama áfangastað stæði nálægt, en þeim hefur að sjálfsögðu verið boðið ókeypis far til Íslands til að minnka höggið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 1 viku

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð
Fókus
Fyrir 1 viku

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu