Twitter-notandi sem kallar sig Xiushook deildi á mánudaginn myndum frá Íslandi sem hafa vakið mikla athygli.
Þar má sjá eldri konu sem hann segir að sé amma sín. Á fyrstu myndinni má sjá þegar amman hefur hallað sér aftur á ísjaka og hún sögð „ísjakadrottning“.
My grandmother almost got lost at sea in Iceland today lmaoooo pic.twitter.com/osHrwTEkyr
— babygirl, u dont know (@Xiushook) February 25, 2019
Á næstu mynd virðist ísjakinn sem hún sat á hafa rekið út í sjó. Xiushook fullyrðir að Landhelgisgæslan hafi bjargað ömmu sinni.
DV hafði samband við Landhelgisgæsluna og þar sagði Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi að gæslunni væri ekki kunnugt um atvikið. Það útiloki þó ekki að atvikið hafi átt sér stað hér á landi því Landsbjörg kunni að hafa bjargað ömmunni.