fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Arnar Guðni samdi lag til minningar um vini sína – „Að missa vin er erfitt og ég þurfti að biðja um hjálp“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 23. september 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Guðni Jónsson er 29 ára og er búsettur í Los Angeles þar sem hann er að læra leikstjórn. Í dag er hann búinn að vera án áfengis og fíkniefna í tvö ár og tíu mánuði og af því tilefni gaf hann út lagið Arnarhóll.

Ég byrjaði að skrifa lagið í kjölfar þess að vinur minn Hafliði Arnar Bjarnason kvaddi skyndilega. Ég átti erfitt með að trúa að eins hjartahlýr og góður vinur væri farinn bara sísvona. Stór partur af laginu kom þegar ég var í sorgarferlinu mínu. Augnablik verður eilífð í minningunni sem lifir áfram og ég fann hvað það hjálpaði mér mikið að skrifa og tala um hvernig mér leið. Ein af ástæðunum fyrir því að ég skrifa þetta er að ég vil undirstrika hvað það er mikilvægt fyrir stráka jafnt sem stelpur að leyfa sér að tala um tilfinningar sínar og biðja um hjálp. Það er engin skömm í því að biðja um hjálp.

Að missa vin er erfitt og ég þurfti að biðja um hjálp!“

Arnar Guðni segist vera ótrúlega lánsamur að hafa gott fólk í kringum sig og hann sé ævinlega þakklátur fyrir þá sem hafa staðið þétt við bakið á honum. „Mig langar að nefna þá alla en það væri langur listi- þið vitið hver þið eruð. Takk fyrir. Ég verð að þakka mömmu, Rósu Mörtu Guðmundsdóttir, hún er kletturinn sem hefur alltaf haft trú á mér. Ég gæti ekki þakkað henni nóg fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig.“

 

Textinn tekinn upp aftur þegar annar vinur Arnars lést

Arnar Guðni samdi textann og setti hann síðan ofan í skúffu, tók hann textann síðan upp aftur sjö mánuðum síðar, upp á dag, þegar annar vinur hans, Bjarni Þór Pálmason, lést, einnig langt fyrir aldur fram.

Annað kjaftshögg í andlitið, annað sorgarferli og ég þurfti að biðja um meiri hjálp. Ég settist niður og kláraði að skrifa textann sem var allt í einu minning um tvo góða vini mína. Bjarni var einstakur karakter sem snerti líf hjá ótrúlega mörgum. Ástæðan fyrir nafninu á laginu er minning þar sem við sátum saman upp á Arnarhóli og töluðum um draumana og lífið. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þá minningu.

Ef þetta lag hjálpar einni manneskju er tilganginum náð. 

Arnar Guðni pródúseraði lagið og tók það upp. Síðan setti hann það upp á hillu og hann var ekki viss um hvort hann ætti að gefa það út eða ekki, þar til Aníta Rún Óskarsdóttir hjá Minningarsjóði Einars Darra hafði samband við hann.

Hún spurði hvort ég gæti hjálpað þeim á einhvern hátt og þar kom ástæðan til að gefa út lagið sem mér fannst vera stærra en ég. Þau hjá sjóðnum tóku vel í þá hugmynd, ég átti ótrúlegt samtal við Báru Tómasdóttur, móður Einars Darra, þar sem ég fann hvað það var mikill kærleikur, þakklœti og kraftur á bak við Minningarsjóð Einars Darra og það sem þau vissu ekki var að á sama tíma og þau báðu mig um hjálp, voru þau að hjálpa mér. Þannig virkar það, þú hjálpar mér og ég hjálpa þér og við erum öll saman í þessu og við eigum bara eitt líf.
Ég veit að ég hefði ekki fengið hugrekkið til að gefa þetta lag út án þeirra.
Þetta lag er berskjöldun fyrir mig þar sem ég þurfti að díla við fíkn, þunglyndi og ofsakvíða.
En hey! Ég er ekki að díla við neitt af þessu í dag. Ég bað um hjálp, ég talaði um vanlíðan, ég fékk leiðsögn og ég tók henni, ég var leiddur út úr myrkrinu inn í ljósið.

Þess vegna langar mig að segja ef þú ert að lesa þetta og er að díla við fíkn eða þunglyndi, sendu mér skilaboð. Ég er tilbúinn að segja þér hvað ég gerði til að sigrast á mínum vandamálum og hver veit nema þú sért jafnvel að hjálpa mér með því að spurja mig um mína hjálp.

Ég elska ykkur öll takk fyrir mig.

Video By // Arnar Guđni
Director Of Photography // Maitland Lottimer
Music Produced By // Arnar Guđni
Written By // Arnar Guđni
Mix & Mastered By // Justin Beck
Graphic Design // @MattyAlec
Actors // Courtney Ann Crowe , Trever Scott William Stewartrt
Background Vocals // Inga Maria Hjartardottir

Takk fyrir hjálpina Unnur Eggertsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta