fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Góða veðrið í Danmörku í maí: Gerist í mesta lagi á sirka 400 ára fresti

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 11. júní 2018 15:46

Sjóðheitir Danir í vorhita sem líklegast mun koma aftur eftir 400 ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góða veðrið sem danir (og ferðamenn) fengu að kynnast í maí mánuði er ekki bara einsdæmi á þessari öld, líklegast eru nokkrar aldir í að annað eins endurtaki sig.

BT greinir frá því að samkvæmt þeirra veðurspekúlöntum séu kannski 400 ár í að danir fái aftur svona sjóðheitan maí, – og sé horft framhjá alhliða hlýnun jarðar, þá þurfi að bíða í 1000 ár eftir því að svona nokkuð gerist aftur er haft eftir Torben Schmith, veðurfræðingi við dönsku veðurstofuna.

Þar á bæ hefur hiti verið mældur í 145 ár og aldrei hefur hann mælst jafn hár og í maí síðastliðnum. Meðal hitinn í þessum metmaí var um 15 gráður en aðeins einu sinni hefur hitinn í Danmörku komist eitthvað nálægt því.

Það er annað en maí í fyrra, – þá ringdi meira en elstu menn muna þar í landi sem er jú einmitt það sem við upplifðum hér á Fróni í síðasta mánuði.

Hitinn hækkað um eina og hálfa gráðu á rúmlega öld

Spurður að því hvað hafi orsakað þennan svakalega vorhita í Danmörku segir Martin Stendel, annar veðurfræðingur við DMI, hitann hafa stighækkað í landinu síðustu áratugina og er hann nú um einni og hálfri gráðu hærri en í lok þar síðustu aldar.

Þá hafi það einnig verið heppni hversu heiðskír mánuðurinn var frá 1. til 31. sem veitti jú gulu gleðinni beinan aðgang að baunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Signý brenndist illa tveggja ára gömul: „Það var eins og í martröð“

Signý brenndist illa tveggja ára gömul: „Það var eins og í martröð“
Fókus
Í gær

Sjónvarpsmamma missti 135 kíló: Handtekin fyrir vörslu eiturlyfja

Sjónvarpsmamma missti 135 kíló: Handtekin fyrir vörslu eiturlyfja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra