fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

9 straumar og stefnur á samfélagsmiðlum árið 2019

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. desember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2018 var ansi viðburðaríkt ár á samfélagsmiðlum, margar nýjungar litu dagsins ljós ásamt því að stærstu samfélagsmiðlarnir kynntu breytingar sem höfðu víðtæk áhrif á neytendur og markaðsfólk. Hinn stafræni heimur er í stöðugri þróun og því er nauðsynlegt að vera með puttann á púlsinum. Starfsfólkið hjá Sahara tók saman yfirlit yfir helstu strauma og stefnur á liðnu ári ásamt helstu nýjungum sem árið 2019 mun færa okkur.

1.Instagram Stories tekur yfir

Instagram Stories var töluvert áberandi árið 2018 og þá einna helst þegar kemur að kostuðu efni. Fyrirtæki hafa í auknum mæli nýtt sér þennan vettvang til að ná til neytenda ásamt því að áhrifavaldar hafa margir hverjir fært sitt efni frá Snapchat yfir á Instagram Stories. Facebook, sem er eigandi Instagram, hefur gefið til kynna að Instagram Stories muni taka yfir Instagram vegginn (e. Instagram feed) sjálfan hjá notendum forritsins. Einstaklingar kjósi frekar að horfa á Instagram Stories en að skoða vegginn og mun það að öllum líkindum færast enn frekar í aukana. Stefnan er einnig að gera Instagram Stories meira gagnvirkt, það er bæta við eiginleikum sem auka svörun viðskiptavina.

2.Verður hægt að versla á Instagram?

Ein allra heitasta Instagram viðbótin erlendis er Instagram Shopping. Viðbótin er einstaklega spennandi fyrir netverslanir en með henni geta notendur verslað vörur í gegnum Instagram með afar einföldum hætti. Vörumerki sem birta myndir af vörum sínum á samfélagsmiðlinum geta merkt vörurnar með nafni og verði. Með aðeins einum smelli á merkinguna geta notendur síðan farið beint inn á vefverslun fyrirtækisins og klárað kaupin strax. Instagram Shopping er líklega sú viðbót sem við erum spenntust fyrir en hingað til hefur ekki verið hægt að nota hana á Íslandi. Það verður því virkilega áhugavert að sjá hvort árið 2019 færi okkur þessa spennandi viðbót. Við krossum fingur!

3. Meiri kröfur gerðar til áhrifavalda

Það þekkja flestir til áhrifavalda á samfélagsmiðlum og á undanförnum árum höfum við séð fyrirtæki nýta þá í auknum mæli. Fyrirtæki leitast eftir því að styrkja sambönd við núverandi viðskiptavini ásamt því að stofna til nýrra viðskiptasambanda með áhrifavalda markaðssetningu. Það sem var helst eftirtektarvert á árinu 2018 var að meiri kröfur voru gerðar til áhrifavalda á samfélagsmiðlum en áður. Bæði hefur aukin vitundarvakning um markaðssetningu í gegnum áhrifavalda aukist og í kjölfarið krefjast neytendur skýrari upplýsinga að um auglýsingu sé að ræða. Árið 2019 er því afar mikilvægt fyrir fyrirtæki að hafa í huga að upplýsa áhrifavalda um mikilvægi merkinga eins og #ad, #samstarf og svo framvegis. Það mun bæði skapa sterkara samband við neytendur og á sama tíma auka líkur á langtímasambandi við áhrifavalda.

4. Áframhaldandi vöxtur netverslana

Netverslun á Íslandi heldur áfram að vaxa og dafna og bendir allt til þess að árið 2018 verði metár í þeim efnum. Árlegur vöxtur netverslana hérlendis er í kringum 15% og því eru íslensk fyrirtæki í auknum mæli að leggja áherslu á aðgengilegar og notendavænar netverslanir. Ekki seinna vænna segja sumir því rannsóknir sýna að almennt leita Íslendingar töluvert meira til erlendra söluaðila þegar kemur að verslun á netinu.

Áhrifarík leið til að auka sölu og sýnileika netverslunar er sýnileiki á samfélagsmiðlum. Facebook og Instagram eru stöðugt að betrumbæta verslunarmöguleika innan sinna raða ásamt því að tengingar við helstu vefverslunarkerfi á borð við Shopify og WooCommerce eru í sífelldri þróun sem gerir vefverslunum kleift að skapa heildstætt verslunarumhverfi fyrir neytendur á sínum samfélagsmiðlum. Þessar tengingar eru einnig öflugt tól þegar kemur að endurmarkaðssetningu (e. remarketing) og er Facebook Pixel að verða sífellt öflugra markaðstól.

5. Hugsaðu „mobile first”

Ein stærsta breytingin í neytendahegðun síðastliðin ár er hversdagsvæðing snjallsímans. Fólk er í auknum mæli að skoða auglýsingaefni, heimasíður og að versla í farsímum sínum. 52% af allri internet umferð árið 2018 var í gegnum farsíma og mun þessi tala hækka árið 2019. Í takt við það leggja leitarvélar á borð við Google sífellt meiri áherslu á að vefsíður séu farsíma- og spjaldtölvuvænar. Farsímavænar netverslanir skila til dæmis bæði fleiri sölum og betri árangri í leitarvélabestun, sem getur skipt sköpum fyrir árangur fyrirtækja á netinu.

Vertu með allt lóðrétt!

Samkvæmt nýlegri rannsókn eru minna en 30% af notendum sem snúa símanum sínum þegar þeir horfa á myndbönd í gegnum síma, og talandi um myndbönd þá spá sérfræðingar því að 80% af allri internet umferð verði í gegnum myndbönd árið 2019. Við teljum þetta vera nægilega mikla ástæðu fyrir því að fyrirtæki ættu að hugsa meira um að hafa myndböndin sín lóðrétt (e. vertical) á nýju ári.

6. Beinar útsendingar á samfélagsmiðlum

Nýleg könnun frá Livestream og New York Magazine leiddi í ljós að 80% þátttakenda vildu frekar horfa á live útsendingu frá fyrirtækjum en að lesa blogg frá þeim. Helstu sérfræðingar telja að live muni stækka enn frekar á komandi ári og þá meðal annars fyrir vörumerki til að tengjast markhóp sínum betur á annan hátt en áður. Í dag er einu af hverjum fimm myndböndum á Facebook streymt í gegnum beina útsendingu. Þrátt fyrir að bein útsending sé öflug leið til að ná til neytenda hafa fyrirtæki verið smeyk við framkvæmd þeirra af ótta við mistök. Hins vegar er ekkert að óttast, lykillinn að farsælli útsendingu er góður undirbúningur og vel skilgreindur tímarammi. Við hvetjum því fyrirtæki til að nota þetta frábæra tól til þess að deila upplýsingum, svara spurningum eða sýna á bakvið tjöldin á næsta ári!

Hér má sjá live útsendingar sem Sahara hafa höfum nýlega séð um:

Arion banki

Úrslitaleikur borðtennismóts Sahara

7. Svörun allan sólarhringinn

Spjallmenni verða enn mikilvægari í stafrænni markaðssetningu árið 2019. Spjallmenni er hugbúnaður sem tengdur er við spjallforrit Facebook messenger og hefur sjálfvirk samskipti við fólk allan sólarhringinn, allt árið um kring. Mikil aukning var á liðnu ári í notkun spjallmenna hjá fyrirtækjum og árið 2019 munu fleiri fara að nýta sér þetta tól til að koma upplýsingum til sinna viðskiptavina. Með notkun spjallmenna færðu bæði mikilvæga tölfræði ásamt því að einfalda allt samskiptaferli við þína viðskiptavini. Þetta er til hagsbóta bæði fyrir þig og þína viðskiptavini, þess vegna ættir þú að skoða spjallmenni á næsta ári. Ef þú vilt vita meira um spjallmenni getur þú lesið bloggið okkar hér.

8. Afdrifaríkar algrímsbreytingar

Algrím (e. algorithm) er almáttugur okkar tíma og fer nánast enginn nútímamaður varhuga af mætti algríms Facebook. Í maí 2018 gerði Facebook drastískar breytingar á sínum algrím þar sem persónulegu efni notenda var gert hærra undir höfði á kostnað stöðuuppfærslna frá fyrirtækjum og vörumerkjum. Skiljanlega hafði þessi breyting töluverð áhrif á markaðsstarf fyrirtækja á miðlinum, ekki er lengur hægt að treysta á „organic“ dreifni markaðsefnis og þurfa fyrirtæki því að reiða sig meira á kostanir. Þess ber þó að geta að markaðsefni sem hvetur til umræðu og deilinga á meðal einstaklinga getur náð töluverði „organic“ dreifni. Margt þykir benda til þess að Facebook muni halda áfram vegferð sinni í að gera miðilinn persónulegri, því þurfa fyrirtæki að vanda vel það efni sem þau láta frá sér á árinu 2019 og stefna að því að skapa umræðuvettvang og samfélag fyrir áhugasama neytendur á sínum Facebook og Instagram síðum.

9. Hlaðvarpsbyltingin

Vinsældir hlaðvarpa jukust gífurlega árið 2018 og eru sífellt fleiri innlendir aðilar að hoppa á hlaðvarpsvagninn. Sé litið til Bandaríkjanna þá hlusta 44% Bandaríkjamanna á hlaðvörp og 80% þeirra hlusta á sjö hlaðvörp á viku. Talið er að þessi prósenta muni aukast á næsta ári og sífellt fleiri Íslendingar eru farnir að hlusta á hlaðvörp í gegnum ýmsa miðla, þá sérstaklega af yngri kynslóðinni. En hvernig geta fyrirtæki nýtt sér auknar vinsældir hlaðvarpa? Hlaðvörp geta verið árangursrík leið til að ná til kynslóðar sem þekkt er fyrir að skauta yfir almennar auglýsingar og jafnvel verja sig gegn þeim með „ad-blocker”. Auglýsingar í gegnum hlaðvörp gefa fyrirtækjum einnig kost á að fara óhefðbundnar leiðir í auglýsingasköpun þar sem miðillinn býður upp á frumlegar og frjálslegri aðferðir en annars staðar.

Dæmi um vinsæl íslensk hlaðvörp sem innihalda auglýsingar:

  • Fílalag
  • The Snorri Björns Podcast Show
  • Dr. Football
  • Millivegurinn

Takk fyrir lesturinn og gleðilegt nýtt stafrænt ár!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta