fbpx
Mánudagur 25.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Gunni, Högni, Mugison og Raggi fara á Trúnó

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trúnó snýr aftur í Sjónvarpi Símans Premium 21. desember, en í þáttunum fáum við að kynnast nýrri hlið á þjóðþekktum tónlistarmönnum. Um er að ræða aðra þáttaröð og eru viðmælendur hennar Gunnar Þórðarson, Högni í Hjaltalín, Mugison og Raggi Bjarna.

Þeir segja okkur frá hlutum og viðburðum í þeirra lífi sem hafa mótað listsköpun þeirra í tónlist með einlægum hætti, segja frá hlutum sem þeir hafa ekki talað um áður.

„Þetta eru draumaviðmælendur sem ég fékk í báðum seríunum. Tónlistin þeirra er svo stór hluti af lífi okkar allra. Mig langaði að hafa þættina í eldhúsinu heima hjá þeim og komast að kjarnanum um lífið og listina,“ segir Anna Hildur.

Allir fjórir þættirnir verða aðgengilegir í Sjónvarpi Símans Premium 21. desember en þeir eru framleiddir af Tattarrattat fyrir Símann. Hugmynd og handrit þáttanna á Anna Hildur Hildibrandsdóttir, en leikstjóri og tökumaður er Margrét Seema Takyar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Hildur Eir gefur út Líkn

Hildur Eir gefur út Líkn
Fókus
Í gær

Reynir ætlaði að lesa upp sjúkustu skilaboðin sem hann hefur fengið: Var stoppaður af – „Þetta er alltof gróft“

Reynir ætlaði að lesa upp sjúkustu skilaboðin sem hann hefur fengið: Var stoppaður af – „Þetta er alltof gróft“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi