fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Hagyrðingakvöld loksins haldið í Reykjavík – Ágóðinn rennur til SOS barnaþorpanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagyrðingakvöld eru afar vinsæl á landsbyggðinni og vel sótt en þau eru mun sjaldgæfari í Reykjavík. Nú hafa nokkrir af bestu hagyrðingum landsins ákveðið að koma saman í Fáksheimilinu í Víðidal á morgun, fimmtudagskvöldið 8. nóvember klukkan 20, og kveðast á um hin ýmsu málefni líðandi stundar. Fréttamál undanfarinna daga verða klædd í vísnabúning til styrktar góðu málefni. Þá hefur almenningi undanfarna daga gefist kostur á að panta sérstaklega vísu um sín hugðarefni og greiða fyrir það frjálst framlag til SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Frestur til að panta vísur rennur út kl. 14 á morgun.

Umræddir hagyrðingar eru Ómar Ragnarsson, Kristján Hreinsson, Sigurlína Davíðsdóttir og Sigurlín Hermannsdóttir og annar kunnur hagyrðingur, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, verður kynnir og stjórnandi. Aðgangseyrir er 1500 krónur eða frjálst framlag og innifalið í því verði eru kaffi, kleinur og flatkökur með hangikjöti.

Allur ágóði af hagyrðingakvöldinu rennur til SOS Barnaþorpanna á Íslandi. SOS Children´s villages eru ein stærstu barnahjálparsamtök heims.

Sjá Facebook-síðu hagyrðingakvöldsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta