fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

EurovisionSjá allar

Fókus

Biggi laug að dóttur sinni – Fylltist vonleysi á fundi í skólaráði: „Við viljum að krökkunum okkar líði vel“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, Biggi lögga, ræðir í færslu sinni á Facebook um skólakerfið og hvernig það sinnir börnunum okkar og undirbýr þau fyrir framtíðina. Segir Biggi að hann hugsi ekki til grunnskólaáranna með söknuði, þar sem honum hafi alltaf fundist hann úti á þekju, hann hafi verið feiminn og með kvíðaröskun.

„Ég skildi bara ekki tilganginn með mörgu sem ég þurfti að læra eða hvernig ég þurfti að læra það,“ segir Biggi og segir að ávallt hafi verið svarað til að væri verið að undirbúa nemendurna undir frekara nám.

Ég áttaði mig því hægt og rólega á því að skólakerfið virtist snúast um aðeins eitt. Sína eigin rófu. Hring eftir hring. Hvað mig varðar þá tókst skólagöngunni alveg ljómandi vel að sannfæra mig um eigið getuleysi.

Biggi lauk háskólaprófi í nútímafræðum frá Háskólanum á Akureyri og dag situr hann í fræðsluráði Hafnarfjarðarbæjar. Segir hann að það hafi tekið hann tuttugu ár að jafna sig og átta sig á að hann væri kannski ekki eins vitlaus og skólinn reyndi að sannfæra hann um. „Ég fattaði meira að segja að ég gat lært.“

Fylltist vonleysi á fundi í fræðsluráði

Segir Biggi frá að skýrsla hafi verið kynnt fyrir fræðsluráðinu sem fjallar um Menntun fyrir alla á Íslandi. Segist hann í byrjun hafa litist vel á, en þegar talsmaður á fundinum hafi farið að tala um mælitækin sem notuð eru til að mæla nemendur, hafi Biggi helst viljað pakka saman og fara heim. „Ég fylltist aftur gamla góða vonleysinu. Við viljum að krökkunum okkar líði vel og vitum hvað til þarf en reynum samt að troða þeim ofan í form sem voru aldrei sniðin fyrir þau. Sumir passa að sjálfsögðu fullkomlega í þessi form, sem er snilld, en bara alls ekki allir.“

Segir Biggi að margt sé jákvætt og vel gert, bæði í skýrslunni og í skólakerfinu. „Meðal annars er talað um nauðsyn þess að ýta undir styrkleika einstaklingsins í staðinn fyrir að vera alltaf að einblína á veikleikana eins og okkur er svo tamt. Líka að auka aðkomu fagfólks eins og sálfræðinga og fleiri. Það er mjög mikilvægt.“

Segist hann samt hræddur um að þetta verði bara enn ein skýrslan og að sjálfsögðu sé ekki til nein töfralausn á hinu fullkomna skólakerfi. 

Ég veit samt að við verðum að gera betur. Við verðum að vilja og þora. Allt skólakerfið verður líka að tala saman. Það er algjörlega nauðsynlegt. Leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar verða að tala sama tungumálið. Skólakerfið á að snúast um einstaklingana sem það á að þjóna en ekki rófuna á sjálfu sér.

Písa kannanir og samræmd próf segja okkur nákvæmlega ekkert um gæði eða gáfur barnanna okkar. Aukið sjálfsöryggi, hamingja, fjölbreytileiki, mismunandi þekking, gagnrýn hugsun og virðing fyrir sjálfum sér og öðrum er miklu eðlilegri mælikvarði. Hvernig stöndum við okkur í þeim málum?

Ég stóð mig að því að ljúga að dóttur minni um daginn. Það er ekki fallegt. Við fjölskyldan sátum við kvöldverðarborðið og spjölluðum um skólann og lærdóminn og ég var að rembast við að stappa í hana stálinu með því að segja að stærðfræði gæti vel verið skemmtileg. Kannast einhver við þetta? Ok ég laug kannski ekki, en ég talaði samt algjörlega gegn eigin sannfæringu. Það er ekkert skárra. Ég þoldi nefnilega aldrei stærðfræði. Aldrei nokkurntíman. Ekki frekar en svo margt fleira sem ég þurfti að „læra“ á minni skólagöngu.

Ég get ekki sagt að ég hugsi til grunnskólaáranna með miklum söknuði. Mér fannst ég alltaf einhvernveginn úti á þekju. Fyrir utan það að vera brjálæðislega feiminn og með kvíðaröskun þá skildi ég bara ekki tilganginn með svo mörgu sem ég þurfti að læra eða hvernig ég þurfti að læra það. Þegar maður spurði (eða einhver annar því að ég var svo feiminn) þá var svarið í grunnskólanum að það væri verið að undirbúa okkur fyrir gagnfræðaskólann. Í gagnfræðaskólanum vorum við að undirbúa okkur fyrir framhaldsskóla, og í framhaldsskólanum fyrir háskólann. Ég áttaði mig því hægt og rólega á því að skólakerfið virtist snúast um aðeins eitt. Sína eigin rófu. Hring eftir hring. Hvað mig varðar þá tókst skólagöngunni alveg ljómandi vel að sannfæra mig um eigið getuleysi. Frábært. Það tók mig síðan nær tuttugu ár að jafna mig á henni og átta mig á því að ég væri kannski ekki eins vitlaust og skólinn reyndi að sannfæra mig um. Ég fattaði meira að segja að ég gæti lært. Ég prófaði þá háskólanám og gekk svona líka glimrandi vel. Skrýtið. Hætti ég bara að vera vitlaus? Hvað gerðist?

Það er óneitanlega pínu kómískt að ég skuli í dag vera í fræðsluráði fyrir bæjarfélagið mitt. Mér finnst það samt ótrúlega áhugavert og skemmtilegt. Ég er að læra helling og get vonandi látið gott að mér leiða. Ég held að það sé jákvætt að hafa allskonar fólk til að pæla í þessum mikilvægu málum. Líka einstaklingar sem hugsa til skólagöngunnar með hryllingi.

Um daginn var okkur í fræðsluráði kynnt stærðar skýsla sem menntamálaráðuneytið lét gera og fjallar um „Menntun fyrir alla á Íslandi“. Mjög áhugavert málefni. Á kynningarfundi um skýrsluna var mikið rætt um líðan ungs fólks. Það hefur mikið verið rætt í samfélaginu upp á síðkastið m.a. í tengslum við fíkniefnanotknun og sjálfsvíg. Þá stóð meðal annars upp hátt settur maður í menntakerfinu og talaði um að gott gengi í skólanum væri mikilvægur þáttur hvað þessa vellíðan varðar. Ég er sammála. Það segir sig sjálft. Síðan fór hann svo að tala um mælitækin sem eru notuð til að mæla þessa einstaklinga. Tæki eins og Písa kannanir og samræmd próf. Þá langaði mig helst til að pakka saman og ganga út. Ég fylltist aftur gamla góða vonleysinu. Við viljum að krökkunum okkar líði vel og vitum hvað til þarf en reynum samt að troða þeim ofan í form sem voru aldrei sniðin fyrir þau. Sumir passa að sjálfsögðu fullkomlega í þessi form, sem er snilld, en bara alls ekki allir. Svo berjum við okkur á brjóst og tölum um menntun án aðgreiningar. Þessi hugsun gengur bara ekki upp.

Það er margt jákvætt í þessari skýrslu. Meðal annars er talað um nauðsyn þess að ýta undir styrkleika einstaklingsins í staðinn fyrir að vera alltaf að einblína á veikleikana eins og okkur er svo tamt. Líka að auka aðkomu fagfólks eins og sálfræðinga og fleiri. Það er mjög mikilvægt. Ég er bara drullu hræddur um að þetta verði enn ein skýrslan. Enn einn hópurinn með fögur orð og góðar hugmyndir sem gleymast vel og lengi. Því miður. Ég veit samt að það stendur ekki á kennurunum sjálfum. Það er margt jákvætt í gangi. Ráðstefna sem haldin er á hverju ári á Sauðárkróki um upplýsingatækni í skólastarfi (UTIS) er t.d. frábært framtak og gefur manni von. Við eigum fullt af frábærum kennurum með gífurlegan metnað. Það þarf bara að búa þeim til rétta umhverfið.

Það er að sjálfsögðu ekki til nein töfralausn á hinu fullkomna skólakerfi. Ég veit samt að við verðum að gera betur. Við verðum að vilja og þora. Allt skólakerfið verður líka að tala saman. Það er algjörlega nauðsynlegt. Leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar verða að tala sama tungumálið. Skólakerfið á að snúast um einstaklingana sem það á að þjóna en ekki rófuna á sjálfu sér. Písa kannanir og samræmd próf segja okkur nákvæmlega ekkert um gæði eða gáfur barnanna okkar. Aukið sjálfsöryggi, hamingja, fjölbreytileiki, mismunandi þekking, gagnrýn hugsun og virðing fyrir sjálfum sér og öðrum er miklu eðlilegri mælikvarði. Hvernig stöndum við okkur í þeim málum?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Setja upp bekk á Hornströndum til minningar um Solveigu

Setja upp bekk á Hornströndum til minningar um Solveigu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar býr ávallt til Eurovision-drykkjuleik: „Drekktu sopa ef Gísli Marteinn er fyndinn eða óviðeigandi“

Úlfar býr ávallt til Eurovision-drykkjuleik: „Drekktu sopa ef Gísli Marteinn er fyndinn eða óviðeigandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Yfirheyrslan – Eva Laufey Kjaran

Yfirheyrslan – Eva Laufey Kjaran
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sprenging í sölu á BDSM klæðnaði – Hálsólar og svipur rjúka út: „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu“

Sprenging í sölu á BDSM klæðnaði – Hálsólar og svipur rjúka út: „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar æfir yfir nýjum Batman – „Best geymdur í vampíru- og stelpumyndum“

Netverjar æfir yfir nýjum Batman – „Best geymdur í vampíru- og stelpumyndum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hlustaðu á glænýjan smell Svölu – Draumkennt popplag samið á Íslandi og Í Los Angeles

Hlustaðu á glænýjan smell Svölu – Draumkennt popplag samið á Íslandi og Í Los Angeles