fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Brynja opnar H E I M F E R Ð

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 11:30

D. Brynja Harðardóttir Mynd: Daníel Starrason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudag kl. 18 opnar málverkasýningin H E I M F E R Ð í kaffihúsinu og listagalleríinu Brúnum í Eyjafjarðarsveit eftir myndlistarkonuna D. Brynju Harðardóttur Tveiten. Sýningin stendur til 26. nóvember og er opin á opnunartíma listagallerísins.

Málverkasýningin H E I M F E R Ð er ferðalag sem hefur staðið yfir í tvö ár. Þetta tímabil hefur einkennst af margbreytilegum tilfinningum, þakklæti, von, ótta, sorg og sátt tengdum veikindum og missi í fjölskyldu listakonunnar. „Það hefur verið ómetanlegt að fara á vinnustofuna á slíkum stundum. Finna ró og kraft í myndsköpun sem vísar í draumkenndar minningar um útsýnið sem blasti við frá herbergisglugga bernskuheimilis míns á Árskógssandi,“ segir Brynja. Himinn, fjöll og haf renna saman við sjóndeildarhringinn en Brynju líður hvergi betur en með hafið fyrir augum.

Píanó í þokunni en það skreytir albúm nýútgefinnar plötu með sama nafni eftir tónlistarmanninn Bistro Boy (Frosta Jónsson.

Öll verkin eru unnin með olíu. Myndbygging er einföld og flæðir milli birtu, myrkurs, kyrrðar og óróleika.

 

Dagbjört Brynja Harðardóttir Tveiten (1971) lærði myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og Örebro konstskola í Svíþjóð. Þetta er fjórða málverkasýning hennar en að auki hefur hún haldið þrjár ljósmyndasýningar. Brynja hefur sinnt ýmsum störfum meðfram listsköpun sinni, meðal annars innan heilbrigðis-, fjármála-, menntunar- og menningargeirans og starfar núna á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Strokufangar á Íslandi

Strokufangar á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

50-20-30 reglan: Ef þú notar hana verður þú aldrei aftur í fjárþröng

50-20-30 reglan: Ef þú notar hana verður þú aldrei aftur í fjárþröng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann
Fókus
Fyrir 3 dögum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“