Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fókus

Leikárið fer af stað með látum – „Allt er þegar áttatíuogtvennt er“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 12. október 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikár Þjóðleikhússins hefur farið af stað með látum og sýningum hússins verið afar vel tekið. Sú ótrúlega staða er komin upp að í október eru sýndar hvorki meira né minna en 82 leiksýningar á aðeins 24 sýningardögum.

 

„Þetta eru rétt tæplega þrjár og hálf sýning á hvern sýningardag,“ segir Atli Þór Albertsson markaðsstjóri leikhússins. „Það man enginn hér eftir öðru eins og við finnum engar sambærilegar tölur frá fyrri tíð í okkar gögnum svo við leyfum okkur að telja að þetta sé mesti fjöldi sýninga sem sýndur hefur verið á jafn skömmum tíma hér í Þjóðleikhúsinu. Það er svo meira og minna uppselt á allar þessar sýningar svo það er sérstaklega ánægjulegt.“

 

„Við erum að sýna þétt á öllum okkar sviðum auk þess sem við bjóðum elstu bekkjum leikskólanna upp á sýningar af Sögustund í þessari viku. Það er uppselt á Ronju ræningjadóttur út árið. Ég heiti Guðrún sem er aðeins sýnd í október er nær uppseld. Slá í gegn er að klárast, Fly me to the moon, Einar Áskell og svo  sýningarnar í Þjóðleikhúskjallaranum. Eins og máltækið segir: Allt er þegar áttatíuogtvennt er.“

 

Þess má geta að miðasala á sýningar ársins 2019 á Ronju ræningjadóttur hefst á morgun föstudag og því ekkert útlit fyrir að álagið minnki á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur Ólafsson um Gullregn: „Við þekkjum öll þetta fólk“

Hallgrímur Ólafsson um Gullregn: „Við þekkjum öll þetta fólk“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þingmaðurinn hjólandi

Þingmaðurinn hjólandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandarískur ferðamaður segir Íslendinga vera kuldalega og dónalega auk þess sem þeir prumpi, ropi og sjúgi upp í nefið á almannafæri

Bandarískur ferðamaður segir Íslendinga vera kuldalega og dónalega auk þess sem þeir prumpi, ropi og sjúgi upp í nefið á almannafæri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslendingar segja kostulegar sögur af Kára: „Hann hótaði að skera okkur á háls fyrir of mikil læti í partíi“

Íslendingar segja kostulegar sögur af Kára: „Hann hótaði að skera okkur á háls fyrir of mikil læti í partíi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Of fullur fyrir Tinder laugina – Erfiðar kynlífsspurningar – „Ég er alveg fínn í rúminu sko!“

Of fullur fyrir Tinder laugina – Erfiðar kynlífsspurningar – „Ég er alveg fínn í rúminu sko!“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rósa Ingólfsdóttir er látin – Síðustu orð hennar ættum við öll að hafa hugföst

Rósa Ingólfsdóttir er látin – Síðustu orð hennar ættum við öll að hafa hugföst
Fókus
Fyrir 6 dögum

Arna Ýr í klóm fjárkúgara og vonar að Auddi Blö hjálpi henni – „Við sjáum að þú ert að lesa skilaboðin“

Arna Ýr í klóm fjárkúgara og vonar að Auddi Blö hjálpi henni – „Við sjáum að þú ert að lesa skilaboðin“