fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

EurovisionSjá allar

Fókus

12 ára drengur með mikilvæg skilaboð til íslensku þjóðarinnar: „Ég skil ekki hvernig þið getið gert þetta“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 10. október 2018 21:00

Ljósmynd/Skjáskot af Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég og fjölskylda mín, og fjölmargir aðrir, munum aldrei heimsækja  fallega landið ykkar, ekki fyrr en þessi dráp hætta,“ segir hinn 12 ára gamli dýraverndunarsinni  Oliver Hirons í opnu bréfi til Íslendinga. Oliver gagnrýnir að hvalveiðar séu stundaðar á Íslandi og hvetur fólk til að mómæla þeim aðgerðum.

Móðir Oliver birti meðfylgjandi myndskeið á Facebook í seinasta mánuði en myndskeiðið gerði Oliver algjörlega sjálfur. Í myndskeiðinu er fólk hvatt til að deila skilaboðunum áfram og jafnvel senda tölvupóst á forsætisráðherra Íslands (postur@for.is) eða á Ferðamálastofu (upplysingar@ferdamalastofa.is)

Í opna bréfinu segir:

 Ég heiti Óliver Hirons, 12 ára strákur frá Bretlandi. Ég er nýkomin úr þriggja vikna ferðalagi til Frönsku Polynesiu þar sem ég var svo heppin að fá að synda með  hnúfubökum. Þessi dýr eru auðsjáanlega mjög greind og njóta þess að vera nálægt fólki, þeir syntu við hliðina á okkur. Samskiptin þeirra á milli og við önnur dýr eru sömuleiðis afar margslungin.

 Þegar ég kom aftur heim til Bretlands upgvötvaði ég mér til hryllings að þið á Íslandi eruð ennþá að slátra langreyðum og öðrum hvalategundum. Ég skil ekki hvernig þið getið gert þetta og ég vorkenni dýrunum, sérstaklega af því að þau eru svo klár og næm.

Hinn 12 ára gamli hugsjónamaður hefur einnig sterkar skoðanir á hvalaskoðunarferðum sem boðið er upp á fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi.

„Ef þið haldið áfram að drepa þessi dýr þá mun þeim fækka og þá verður ekki eins mikið sem ferðamennirnir geta skoðað. Þetta gæti þýtt að færri koma  að heimsækja landið ykkar til að skoða hvalina.

Ég held líka að það sé engin þörf fyrir  að drepa hvalina, þið eigið fullt af öðrum mataruppsprettum, og heimurinn kemst auðveldlega af án þess að þetta sé gert. Það er hræðilegt að deyja á þennan hátt og algjörlega ónauðsynlegt.

 Þið fáið örugglega mun meiri pening út úr hvalaskoðunarferðum heldur en hvalkjöti, og það er miklu, miklu betra fyrir plánetuna okkar og fyrir  hvalina.

Ég og fjölskylda mín, semog margir aðrir, munum aldrei hugleiða það að heimsækja fallega landið ykkar, ekki fyrr en þessi dráp hætta.

Vinsamlegast hugleiðið þetta og takið skilaboð mín til greina.

Kær kveðja,

Oliver.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af