fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025

Vængbrotið félag – Ærandi þögn í skugga alvarlegra veikinda flugþjóna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 31. ágúst 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugliðar Icelandair eru að veikjast um borð í flugvélum, veikjast svo mikið að þeir verða í kjölfarið óvinnufærir í lengri tíma. Í vikunni var greint frá því að fimm flugliðar, sem hafa glímt við þessi veikindi, íhugi nú að leita sameiginlega réttar síns gagnvart Icelandair. Ekki er þó um ný tíðindi að ræða. Allt frá árinu 2016 hafa fjölmiðlar greint frá því að dularfull veikindi herji á flugliða og valdi alvarlegum veikindum. Stéttarfélag flugliða, Flugfreyjufélag Íslands, neitar að tjá sig um málið því þau „tjá sig ekki um mál einstaka félagsmanna“. Enginn er að biðja Flugfreyjufélagið að tjá sig um mál nafngreindra einstaklinga. Síðustu þrjú ár hafa að minnsta kosti tugir tilfella slíkra veikinda komið upp. Því gæti Flugfreyjufélagið alveg tjáð sig um málið þar sem um hóp er að ræða, en ekki einstaka félagsmann. Veikindi sem gera félagsmenn óvinnufæra ætti að vera forgangsmál hjá félaginu. Einu svörin varðandi málið sem formaður félagsins hefur gefið er að benda á löggjafann og nauðsyn þess að breyta lögum um hollustuvernd á vinnustöðum. Icelandair er stærsta flugfélag landsins og flestir félagsmenn eru starfsmenn þar. Er félagið hrætt við að rugga bátnum? Hvers vegna þessi þögn? Maður spyr sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu