fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Verður Skúla bjargað ?

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 16:59

Skúli Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni hefur lengi verið það, að senn riði WOW-veldi Skúla Mogensen til falls. Illa gangi að finna fjármagn til afborgana á flugvélakaupum, meðal annars vegna þess að ekkert hafi gengið að selja eignir félagsins TF-KEF á Ásbrú, í eigu Skúla Mogensen, sem keyptar voru árið 2016. Þær hafa nú verið teknar úr sölu, en þrír milljarðar áttu að fást fyrir þær fasteignir. Þá reyndust afkomutölur WOW fyrir 2017 verri en við var búist og hækkandi eldsneytisverð og harðnandi verðsamkeppni gefa lítið tilefni til áframhalds á þeirri bjartsýni sem einkennt hefur forstjórann hingað til.

Til að mynda fagnaði Skúli fimmtugsafmæli sínu þann 4. ágúst síðastliðinn, þó afmæli hans sé ekki fyrr en 18. september. Illar tungur segja Skúla hafa tekið ákvörðunina um að fagna afmælinu meðan fjárhagsstaðan enn leyfði, en það verður þó að teljast ólíklegt.

Orðið á götunni er nefnilega að Skúli hafi víða leitað fanga til þess að rétta af stefnuna hjá WOW.  Menn með blátt blóð í æðum, frá botni Miðjarðarhafs, eru sagðir koma Skúla til bjargar, líkt og prinsar á brúnum úlfalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“