fbpx
Mánudagur 01.desember 2025

Herbragðið heppnaðist

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. október 2018 13:48

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að herbragð Morgunblaðsins gegn sósíalistum hafi heppnast framar vonum. Fréttaskýring Agnesar Bragadóttur um mikil átök á skrifstofu Eflingar er hluti hennar, en hún er nú mest lesna frétt vikunnar á vef MBL. Náði þetta að hrista allverulega upp í hópnum sem styður Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem og hópnum sem ætlar sér að hækka laun þeirra lægst launuðu allverulega í komandi kjaraviðræðum.

Hópurinn sem ætlar í orrustu við atvinnurekendur og ríkið til að krefjast mikilla kjarabóta hefur fram til þessa fengið að vera tiltölulega í friði fyrir utan fullyrðingar um óraunsæi og háðsglósur um kommúnisma. Með einni frétt tókst að grafa allverulega undan áliti á Eflingu og Sólveigu Önnu.

Orðið á götunni er að það skipti litlu hvort ásakanirnar séu sannar eða ekki og munu yfirlýsingar frá Eflingu sem og Facebookfærslur Gunnars Smára Egilssonar breyta litlu. Skaðinn er skeður og nú geta eigendur fyrirtækja, stjórnendur, íbúar Garðabæjar og eigendur bíla árgerð 2018, alltaf getað sagt: „Formaður Eflingar, hún er bara ófriðarhex sem gerir allt vitlaust.“

Á móti kemur að stuðningsmenn Sólveigar Önnu og Gunnars Smára munu seint fyrirgefa Mogganum þetta.

Það hefur lengi blasað við að kjaraviðræður vetrarins yrðu harðar og má því leiða að líkum að þetta mál verði aðeins eitt af mörgum þegar upp er staðið. Vekur þetta einnig upp spurninguna hvort það verði ekki reynt af hörku að grafa upp einhvern skít á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus
Pressan
Í gær

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“