fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Eyjan

Dolores ráðin forstöðumaður hjá OK

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 30. maí 2025 14:23

Dolores Rós Valencia.. Mynd: Bent Marinósson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dolores Rós Valencia hefur verið ráðin forstöðumaður fjar- og vettvangsþjónustu hjá OK.

Dolores var áður verkefnastjóri hjá Ljósleiðaranum þar sem hún leiddi þróun og framkvæmd verkefna með áherslu á ferlaumbætur, samvinnu við hagaðila og framvindueftirlit. Þar áður starfaði hún sem Service & Operational Manager á Retreat Hotel hjá Bláa Lóninu þar sem hún hafði yfirumsjón með daglegum rekstri, þjónustugæðum og teymisstjórnun. Dolores hefur lokið námi í APME verkefnastjórnun frá Opna háskólanum og hlotið C-vottun frá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands.

Sem forstöðumaður fjar- og vettvangsþjónustu hjá OK ber Dolores ábyrgð á daglegum rekstri þessarar þjónustu. Hún leiðir teymi þjónustufulltrúa, sinnir verkefnastýringu, vaktaskipulagi og vinnustundum ásamt því að taka þátt í stefnumótun þjónustunnar og þróun á þjónustustefnu fyrirtækisins. Dolores er í stjórnendateymi Skýja- og rekstrarþjónustu OK.

,,Ég er mjög spennt að leiða frábært teymi sem sinnir bæði fjar- og vettvangsþjónustu við viðskiptavini okkar. Ég legg áherslu á að byggja upp framúrskarandi og faglega þjónustu sem er persónulega sniðin að þeirra þörfum. Ég vil jafnframt styðja teymið mitt til að vaxa í starfi og skapa gott vinnuumhverfi. Þá hlakka ég til að þróa áfram skýra ferla og vönduð vinnubrögð sem styðja við góða upplifun viðskiptavina,“ segir Dolores.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Enn eru fornmenn á ferð

Enn eru fornmenn á ferð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Raquelita Rós ráðin tæknistjóri Itera á Íslandi

Raquelita Rós ráðin tæknistjóri Itera á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Formaður Samtaka í sjávarútvegi segir af sér – klofningur í röðum sægreifa vegna hroka og græðgi sumra þeirra

Orðið á götunni: Formaður Samtaka í sjávarútvegi segir af sér – klofningur í röðum sægreifa vegna hroka og græðgi sumra þeirra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur segir sig frá formennsku SFS – Tæpir 3 mánuðir frá kjöri

Guðmundur segir sig frá formennsku SFS – Tæpir 3 mánuðir frá kjöri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan fær að heyra það fyrir að kvarta undan vinnu á sunnudegi – „Háttvirtir aumingjar“

Stjórnarandstaðan fær að heyra það fyrir að kvarta undan vinnu á sunnudegi – „Háttvirtir aumingjar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Oddný var ekki látin vita að hún yrði ráðherra – „Það kom yfir mig einhver svona dauðadoði“

Oddný var ekki látin vita að hún yrði ráðherra – „Það kom yfir mig einhver svona dauðadoði“