fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum

Eyjan
Þriðjudaginn 20. maí 2025 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var einn þeirra fáu þingmanna sem sögðu nei við nýjum lögum um leigubifreiðaakstur árið 2022. Hann segir að frá upphafi hafi legið fyrir að lögin myndu hafa hörmulegar afleiðingar. Hann nefndi á Alþingi í dag að hann hafi sjálfur ákveðið að prófa hvaða viðmóti ferðamenn mæta í leigubifreiðum á Keflavíkurflugvelli.

„Frú forseti. Mig langar að koma með litla sögu úr hversdagslífinu. Við ræðum hér á eftir um breytingu á lögum um leigubifreiðar sem fóru hér illu heilli í gegnum þingið árið 2022 með fyrirsjáanlegum afleiðingum.“

Bergþór kom heim til Íslands í gær og þurfti þá að taka leigubíl. Hann ákvað, eftir að leigubílstjórinn spurði, að þykjast vera ferðamaður.

„Ég kom til landsins í gegnum flugvöllinn í Keflavík í gær og þurfti, þá sjaldan það gerist, að taka leigubíl þaðan. Þegar ég settist upp í leigubílinn og kom á daginn að ferðin var stutt var fyrsta sem ég heyrði var, með leyfi forseta: You have to take another car, þú þarft að taka annan bíl.

Ég þóttist ekki heyra þetta. Var skömmu síðar spurður hvort ég væri Íslendingur og ákvað að spila með og neitaði því, sagðist vera annarrar þjóðar. Ég var síðan spurður í hvaða erindagjörðum ég væri þarna, nei, hvort ég væri þarna sem túristi. Síðan er mér skutlað á þann stað sem ég hafði óskað eftir að vera færður á og þá kemur á daginn að ég hafði verið munstraður á stórhátíðartaxta klukkan fjögur á mánudegi.“

Bergþór tekur fram að þjóðin þurfi að komast úr þeim gír að trúa því ekki að nokkuð misjafnt eigi sér stað í leigubifreiðaakstri þó svo að langflestir leigubílstjórar séu heiðvirðir og góðir. Þarna leynist nefnilega svartir sauðir og þá þarf að nálgast af festu.

„En mér þótti þetta svona ástæða til að nefna þetta hér í upphafi þessarar umræðu sem fram undan er um breytingar á lögum um leigubíla, að þetta var svona raunheimareynsla af því sem hefur verið lýst hér mánuðum saman sem hálfgerðu stríðsástandi á Keflavíkurflugvelli.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi furðulostinn eftir fyrirspurn Ingibjargar á Alþingi sem vill að Alþingi skipti sér af fréttaflutningi Ríkisútvarpsins um lekamálið

Logi furðulostinn eftir fyrirspurn Ingibjargar á Alþingi sem vill að Alþingi skipti sér af fréttaflutningi Ríkisútvarpsins um lekamálið
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“