fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

Ísak ráðinn framkvæmdastjóri Tæki.is

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 11:59

Ísak Ernir Kristinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Ernir Kristinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Tæki.is sem sérhæfir sig í tækjaleigu til fyrirtækja og einstaklinga. Fyrirtækið býður mikinn fjölda af vinnuvélum til útleigu, svo sem vinnulyftur, jarðvinnuvélar, lyftara og smágröfur. 

„Ég er þakklátur fyrir traustið og hlakka til að nýta reynslu mína í fjármálum, rekstri og umbótum til að styrkja fyrirtækið enn frekar á næstu misserum. Með því að leggja áherslu á framúrskarandi þjónustu við bæði núverandi og nýja viðskiptavini, munum við efla vöxt Tæki.is og tryggja áframhaldandi velgengni,“ segir Ísak Ernir.

Ísak Ernir Kristinsson

Í tilkynningu kemur fram að Ísak Ernir starfaði áður hjá ræstingar- og fast­eigna­um­sjónar­fyrir­tækinu Dögum frá árinu 2021, síðast sem fjármálastjóri. Þar áður vann hann hjá Securitas sem stjórnandi mannaðrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Ísak sat í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO, á árunum 2018-2024. Ísak er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, með sérstaka áherslu á reikningsskil. 

Terra Einingar, dótturfélag Terra umhverfisþjónustu, festi nýlega kaup á Tæki.is. Tæki.is velti 586 milljónum króna árið 2024, sem samsvarar 2,9% vexti frá fyrra ári. Hagnaður félagsins nam 26 milljónum í fyrra. Eignir í árslok 2024 námu 830 milljónum króna og eigið fé var um 268 milljónir króna. Terra Einingar keypti Öryggisgirðingar í júlí í fyrra og eru þetta því önnur stóru kaup fyrirtækisins á 12 mánuðum.

Við erum afar ánægð með að fá Ísak til liðs við okkur til að stýra Tæki.is inn í metnaðarfulla vegferð til framtíðar. Kaup Terra Eininga á félaginu styrkir enn frekar fyrirtækið og eykur breidd og styrk í vöruframboði félaganna,segir Fannar Örn Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Terra Eininga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?