fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Eyjan

Hverfið í Grafarholti 25 ára – Sjáðu breytinguna

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. júní 2024 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og fimm ár eru í ár frá því að byrjað var að úthluta lóðum í Grafarholti. Síðan þá hefur mikil uppbygging átt sér þar stað og nú er þar myndugt hverfi en árið 2023 voru íbúar hverfisins 8.280 talsins eða álíka margir og íbúar Akraness. Skólar í hverfinu eru þrír og leikskólarnir fjórir. Þar er líka íþróttahöll, íþróttavöllur, sundlaug og bókasafn svo fátt eitt sé nefnt. Í hverfinu er einnig ýmis verslun og þjónusta.

Fyrirtækið Loftmyndir ehf. hefur í áratugi sérhæft sig í loftmyndatöku, gerð myndakorta og landlíkana, uppsetningu og rekstri vefkortalausna auk skyldra verkefni. Í gagnagrunni Loftmynda eru því til ljósmyndir af öllu landinu sem eru endurnýjaðar reglulega.

Grafarholt árið 1999

Það þýðir að Loftmyndir eiga myndir af Grafarholti frá því áður en íbúðabyggð var reist þar. Á loftmynd þeirra frá 1999 má sjá Úlfarsá bugðast um grænar grundir en áin skilur að Grafarholt og Úlfarsárdal. Áin rennur svo áfram og breytist í Korpúlfsstaðaá við Vesturlandsveg.

Reynisvatn sést einnig vel á myndinni en vatnið hefur lítið breyst í áranna rás. Þá má sjá hitaveitutankana sem reistir voru þar í kringum 1980. Tankarnir eru mikilvægur hluti hitaveitunnar til að tryggja íbúum á höfuðborgarsvæðinu heitt vatn til framtíðar.

Á mynd sem Loftmyndir tóku 2023 af Grafarholti sýnir byggðina og breytingar á svæðinu mjög vel. Tankarnir, áin og vatnið eru enn á sínum stað en uppbyggingin hefur verið þannig að svæðið við vatnið og við árbakkana hefur fengið að halda sér að einhverju leyti.

Grafarholt árið 2023

Loftmyndir ehf. hafa frá 1996 tekið yfir 150.000 loftmyndir af landinu öllu og eru myndir teknar af landinu með reglulegu millibili. Þannig verður til loftmyndasaga sem getur svarað ýmsum spurningum fólks um til að mynda hvernig land og byggð hefur þróast síðustu ár og áratugi.

Áhugasömum um kort og myndir af landinu er bent á að Loftmyndir halda svo úti kortavef þar sem hægt er að skoða nákvæmar myndir og kort af Íslandi sem landamerki, sauðfjárbú, skolplagnir, gatnakerfi, færð á vegum og margt fleira. https://www.map.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað segja Bretar nú um Brexit?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað segja Bretar nú um Brexit?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu