fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Eyjan

Er nýr stjórnmálaflokkur í deiglunni? Arnar Þór ýjar að því að þörf geti verið fyrir nýjan flokk

Eyjan
Mánudaginn 3. júní 2024 08:00

Arnar Þór Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson hlaut 5,1% atkvæða í forsetakosningunum á laugardaginn og segir í skoðanagrein, sem birtist á Vísi.is í gærkvöldi, að hann hafi nýtt gærdaginn til að hvílast og um leið þakkaði hann öllum þeim sem studdu hann í kosningunum.

„Í dag hef ég hvílst og fengið fjölmörg símtöl og hvatningarorð sem ég tek með mér inn í framtíðina, hver svo sem sú framtíð verður. Ég treysti því að verða leiddur til þess staðar sem mér er ætlaður,“ skrifar hann.

Hann segir að reynsla síðustu mánaða sé eitthvað sem megi líkja við einhverskonar gegnumlýsingu, þar sem maður sér samfélag sitt og samferðafólk í nýju ljósi, hvað er heilt og hvað ekki. „Í sama ljósi sér maður hvað er heilt í innra lífi manns sjálfs og hvað þarf að styrkja,“ skrifar hann.

Hann víkur síðan að stjórnkerfinu og forsetakosningunum og segir að ef þetta sé skoðað í þessu skæra ljósi birtist mögulegar hliðstæður úr eftirfarandi sögu:

Til að afstýra uppreisn meðal þrælanna ákveður þrælahaldarinn að boða til kosninga, þar sem þrælarnir fá að kjósa milli frambjóðenda sem hann hefur sjálfur valið. Frambjóðandi A lofar styttri vinnudegi, frambjóðandi B lofar skárri hádegismat. Með þessu er uppreisninni afstýrt og þrælarnir halda áfram að vinna, því þeir ímynda sér að þeir hafi stjórn á aðstæðum sínum. Einn þrællinn, Samúel, neitar að sætta sig við aðstæður. Hann stendur upp og varar aðra við því að kjósa A eða B, því þeir geri ekki annað en að sjá til þess að fólkið sé áfram í ánauð, því hvorugur frambjóðandinn hafi neitt fram að færa sem muni leysa þau úr fjötrum. En máttur blekkingarinnar er svo sterkur að þrælarnir, sem ímynda sér að þau hafi raunverulegt val, stimpla Samúel sem hættulegan mann og hann er húðstrýktur til bana fyrir að vilja skaða lýðræðið.“

Því næst skrifar hann: „Þegar horft er á hið pólitíska landslag hérlendis, þ.m.t. stjórnmálaflokka, fjölmiðla og álitsgjafa, er niðurstaðan þá sú að við búum við heilbrigt lýðræði? Breytir miklu í reynd hvort við kjósum flokka / frambjóðendur til hægri eða vinstri? Eða vex sérfræðingaveldið / báknið / tækniræðið stöðugt, án tillits til niðurstaðna kosninga? Hver er útgönguleiðin? Ný hugmyndafræði? Stofnun nýs stjórnmálaflokks?”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hjálmtýr gagnrýnir Birgi – Sögurnar hafi þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum

Hjálmtýr gagnrýnir Birgi – Sögurnar hafi þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi æpti á Bjarna og sagði hann gera þing og þjóð að athlægi – „Hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna“

Logi æpti á Bjarna og sagði hann gera þing og þjóð að athlægi – „Hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr flugvöllur gæti kostað 300 til 500 milljarða

Nýr flugvöllur gæti kostað 300 til 500 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi vill róttækari VG

Guðmundur Ingi vill róttækari VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir