fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Eyjan

Fylgi þriggja efstu nánast jafnt

Eyjan
Föstudaginn 31. maí 2024 08:00

Hver tekur við lyklavöldum á Bessastöðum í byrjun ágúst?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil spenna ríkir fyrir forsetakosningarnar sem fara fram á morgun. Niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar er að varla er neinn munur á fylgi Höllu Tómasdóttur, Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur.

Könnunin var gerð af Prósenti fyrir Morgunblaðið og var um netkönnun að ræða sem stóð yfir frá 27. maí til 30. maí. 4.500 manns voru í könnunarhópnum en 1.622 svöruðu. Svörin voru vegin með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Er það gert til að þau endurspegli betur raunverulega samsetningu þjóðarinnar.

Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar þá er fylgi Höllu Tómasdóttur 23,5%, fylgi Katrínar Jakobsdóttur er 22,2% og fylgi Höllu Hrundar Logadóttur er 22%. Næstu þeim kemur Baldur Þórhallsson með 14,6% fylgi og síðan Jón Gnarr með 9% fylgi. Arnar Þór Jónsson mælist með 6,1% en fylgi annarra frambjóðenda mælist á bilinu 0% til 1,1%.

Það stefnir því í æsispennandi kosninganótt þar sem örfá atkvæði geta ráðið úrslitum, það er að segja ef niðurstöður könnunarinnar veita rétta mynd af stöðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað segja Bretar nú um Brexit?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað segja Bretar nú um Brexit?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu