fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Eyjan
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 09:55

Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindadómstóll Evrópu komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið á réttinum til frjálsra kosninga. Um er að ræða hið svokallaða talningamál í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum 2021 en frambjóðendurnir Guðmundur Gunnarsson, Viðreisn, og Magnús D. Norðdahl, Píratar, kærðu málið til dómstólsins fyrir tæpum tveimur árum.

Kvörtun þeirra til dómstólsins laut að annars vegar framkvæmd talningar í kjördæminu og annars vegar að því að þeir hafi ekki haft skilvirka leið til að koma kvörtunum sínum áleiðis.

Eins og frægt varð þá fór allt á hliðina í kjölfar kosninganna eftir að í ljós kom misræmi í flokkun atkvæða sem greidd höfðu verið C-lista Viðreisnar í kjördæminu. Var í kjölfarið ráðist í endurtalningu í kjördæminu en pottur var brotinn varðandi þá framkvæmd og leiddi rannsókn í ljós að annmarkar hefðu verið á geymslu atkvæðanna milli talninga.

Alls bárust Alþingi sautján kærur vegna framkvæmda kosninganna og rannsakaði sérstök kjörbréfanefnd málið. Að endingu var það Alþingi, samkvæmt stjórnarskrá, sem úrskurðaði um lögmæti kosninganna. Var það meðal annars atriðið sem Mannréttindadómstóllinn taldi ekki ganga upp – að Alþingismenn ráði örlögum sínum sjálfir.

Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, tvímenninganna segir í samtali við Vísi að ljóst sé að breyta þarf stjórnarskrá Íslands í kjölfar dómsins.

Þá var íslenska ríkinu gert að greiða þeim tvímenningunum um 13 þúsund evrur í bætur sem samsvarar um tveimur milljónum íslenskra króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður