fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Eyjan

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Eyjan
Mánudaginn 15. apríl 2024 08:00

Gerhard Schröder. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerhard Schröder, fyrrum kanslari Þýskalands, varð áttræður þann sjöunda apríl. Það eitt og sér hefði áður verið tilefni til opinberra fagnaða en nú er staðan önnur. Schröder er góður vinur Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, og fleiri rússneskra ráðamanna og það fellur ekki í kramið hjá Þjóðverjum.

Jafnaðarmaðurinn Schröder gegndi embætti kanslara í sjö ár í samsteypustjórn en lét af embætti 2005. Eftir það hefur hann haldið góðum tengslum við rússneska ráðamenn og hefur verið „lobbíisti“ fyrir rússneska gasiðnaðinn og situr í stjórnum rússneskra orkufyrirtækja.

Hann lét af stjórnarsetu hjá rússneska orkufyrirtækinu Rosneft í maí 2022 en áður hafði Evrópuþingið hótað að setja hann á svartan lista ef hann segði ekki skilið við fyrirtækið.

Síðar þetta sama ár svipti knattspyrnufélagið Borussia Dortmund hann heiðursfélagstitlinum vegna tengsla hans við Rússland.

Og enn er hann úti í kuldanum því þegar þýskir jafnaðarmenn fögnuðu 160 ára afmæli flokksins í maí á síðasta ári, var Schröder ekki boðið.

Hann á nú í útistöðum við ríkið um réttindi hans sem „Altkansler“ (gamall kanslari). Í Þýskalandi er hefð að fyrrum kanslarar fái skrifstofu í Berlín til afnota en eftir innrás Rússa í Úkraínu lokaði fjármálanefnd þingsins fyrir fjárframlög til skrifstofurekstrar Schröder.

Hann hefur kvartað yfir þessu en án árangurs.

Hann hefur því leitað til dómstóla í von um að fá skrifstofuna sína aftur. Málið verður tekið fyrir í byrjun júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt