fbpx
Þriðjudagur 28.maí 2024
Eyjan

Næstráðandi Verkamannaflokksins í Bretlandi sætir lögreglurannsókn

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. apríl 2024 17:05

Angela Rayner. Mynd: Wikimedia Commons/Katie Chan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angela Rayner, varaformaður Verkamannaflokksins í Bretlandi (e. deputy leader), er nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester vegna gruns um brot á lögum með því að hafa gefið rangar upplýsingar um búsetu sína fyrir um áratug.

Lögreglan hafði áður fellt rannsóknina niður en tekið hana upp á ný eftir kvörtun frá þingmanni Íhaldsflokksins, James Daly, en hann upplýsti lögregluna um að nágrannar Rayner hefðu greint frá því að fasteign sem hún átti á þeim tíma hafi ekki verið hennar aðalheimili eins og hún hafi fullyrt.

Angela Rayner kemur leiðtoga Verkamannaflokksins Keir Starmer næst að völdum í flokknum. Hann segist vonast til að að rannsóknin verði til þess að endir verði bundinn á málið og hafi fulla trú á því að Rayner hefði ekki brotið neinar reglur.

Starmer sagði að Rayner myndi sýna lögreglunni fulla samvinnu en hún er þingmaður fyrir kjördæmi sem er innan lögsögu lögreglunnar í Manchester.

Vafi hefur verið sagður leika á því að Rayner hafi borgað réttar upphæðir í skatt vegna sölu fasteignarinnar sem málið snýst um en hún var seld 2015. Fasteignin er í bænum Stockport sem er í nágrenni kjördæmis Rayner en tilheyrir því ekki. Rayner er sökuð um að hafa áður en hún seldi fasteignina greint ranglega frá því að hún væri hennar aðalheimili.

Skattur af söluhagnaði

Rayner neitar því alfarið að hafa gert nokkurt rangt og sakar íhaldsmenn um rógburð.

Starmer hafði áður en rannsóknin var hafin að nýju einnig fyllyrt að Íhaldsflokkurinn stæði fyrir rógsherferð gegn Rayner.

Rayner seldi fasteignina í Stockport eins og áður segir árið 2015 en var kjörinn þingmaður síðar sama ár. Hún giftist hins vegar eiginmanni sínum árið 2010. Ef raunin er sú að hún hafi þá flutt til hans, en fasteign hans var um 1 og hálfan kílómetra frá hennar, hefði fasteignin í Stockport ekki lengur verið hennar aðalheimili og hún með réttu átt að greiða skatt af söluhagnaðinum en hún keypti fasteigina af sveitarfélaginu árið 2007 fyrir 79.000 pund (um 14 milljónir króna á gengi dagsins í dag) og seldi hana 2015 fyrir 127.500 pund (tæpar 22,5 milljónir).

Rayner segist hafa fengið þær ráðleggingar frá sérfræðingum að hún þyrfti ekki að borga skatt af þessum hagnaði og fullyrðir að fasteignin hafi verið hennar aðalheimili þar til hún seldi hana. Þar hafi hún til að mynda einkum sinnt uppeldi á syni sínum úr fyrra hjónabandi en hún og eiginmaður eiga saman tvö börn. Þótt það þyki sérstakt að hjón haldi tvö heimili í næsta nágrenni hvort við annað segir Rayner að engin fjölskylda sé eins og þetta fyrirkomulag hafi virkað fyrir þau hjónin.

Hjartað í flokknum

Samherjar hennar í Verkamannaflokknum hafa komið henni til varnar en andstæðingarnir í Íhaldsflokknum hafa sakað hana um tvískinnung en hún hefur margsinnis álasað íhaldsmönnum fyrir ýmsar gjörðir sem þótt hafa á skjön við settar reglur.

Verkamannaflokkurinn hefur haft góða forystu í skoðanakönnunum megnið af yfirstandandi kjörtímabili en næstu þingkosningar í Bretlandi fara í seinasta lagi fram í upphafi næsta árs. Nái flokkurinn völdum eins og í stefnir hefur þótt næsta víst að Starmer muni skipa Rayner í eitt af helstu ráðherraembættunum og að hún muni hafa talsverð áhrif í ríkisstjórn flokksins. Rayner er lengra til vinstri í skoðunum og áherslum en Starmer og þykir minna á fyrri forystumenn í vinstri armi flokksins.

Rayner er annáluð fyrir dugnað og vinnusemi en hún hætti í skóla 16 ára gömul eftir að hafa orðið ólétt en náði sér í fagmenntun á sviði umönnunar og starfaði í þeim geira þar til hún fór að starfa í verkalýðshreyfingunni og endaði sem þingmaður. Eftir aðeins fimm ár á þingi varð hún varaformaður.

Stjórnmálaskýrendur segja að málið geti reynst Rayner skeinuhætt. Ásakanir hennar um rógsherferð þykja bera keim af yfirhylmingu. Komist lögreglan að þeirri niðurstöðu að Rayner hafi brotið af sér er ekki búist við að refsingin verði hörð en líklegra er að hin pólitíska refsing verði meiri. Rayner hefur verið annáluð fyrir hreinskilni og lagt mikla áherslu á heiðarleika og verið dugleg við að ásaka íhaldsmenn um óheiðarleika. Hafi hún sjálf því gerst sek um óheiðarleika gæti orðið erfitt fyrir hana að lifa það af, pólitískt séð.

Verði raunin hins vegar að hún hafi ekki gert neitt rangt getur hún haldið ótrauð áfram.

Byggt á umfjöllun Sky News.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Egill er búinn að fá nóg

Egill er búinn að fá nóg
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Diljá vill trúð á Bessastaði – „Jón Gnarr er æðislegur trúður og góður leiðtogi á sama tíma“

Diljá vill trúð á Bessastaði – „Jón Gnarr er æðislegur trúður og góður leiðtogi á sama tíma“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

EFTA dómstóllinn: Bönkunum óheimilt að hækka vexti fasteignalána – skulda neytendum tugi milljarða

EFTA dómstóllinn: Bönkunum óheimilt að hækka vexti fasteignalána – skulda neytendum tugi milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Við erum ekki sama krúttsamfélag og 1980

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Við erum ekki sama krúttsamfélag og 1980
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Snillingar í lágkúrunni

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Snillingar í lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Framboð mitt fer gegn valdinu – niðurstöður kosninganna liggja ekki fyrir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Framboð mitt fer gegn valdinu – niðurstöður kosninganna liggja ekki fyrir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: „Geislavirka“ fórnarlambið, Katrín Jakobsdóttir

Svarthöfði skrifar: „Geislavirka“ fórnarlambið, Katrín Jakobsdóttir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hefja þarf nám í dönsku mun fyrr

Björn Jón skrifar: Hefja þarf nám í dönsku mun fyrr