fbpx
Mánudagur 15.apríl 2024
Eyjan

Bílastæði uppbókuð á Keflavíkurflugvelli yfir páskana

Eyjan
Laugardaginn 23. mars 2024 13:50

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestir sem ætla að leggja bíl sínu við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli um og fram yfir páskana er bent á að langtímastæðin við völlinn eru nú uppbókuð fram yfir páskana, enda er þetta ein stærsta ferðahelgi Íslendinga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia og þar segir ennfremur:

„Ekki er hægt að koma á bíl á völlinn og fá bílastæði nema að það hafi verið bókað fyrir fram. Ferðalangar eru hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta til og frá Keflavíkurflugvelli hafi þeir ekki þegar bókað sér stæði. Má þar nefna ferðir með bílaleigubílum, leigubílum, rútum eða strætisvögnum. Hér má finna upplýsingar um allar samgönguleiðir til og frá flugvellinum.

Við viljum þakka gestum flugvallarins fyrir að hafa brugðist vel við ábendingu okkar í síðustu viku um að bóka bílastæði fyrir fram á netinu til að forðast það að koma á bílnum á völlinn á leið úr landi og fá þá ekki bílastæði.

Gestir eru hvattir til að mæta snemma í flug þar sem töluverð umferð er um Keflavíkurflugvöll nú um páskana. Gestir eru einnig hvattir til að nota sjálfsafgreiðslustöðvar til að innrita sig í flug eftir því sem hægt er. Opnað er fyrir innritun í flug kl. 03:45 að morgni og öryggisleit er opnuð kl. 04:00.

 Aldrei verið þægilegra að leggja við KEF

Nýja bílastæðakerfið er með aðgangsstýringu sem les bílnúmer á bílum þegar ekið er inn og út af bílastæðunum. Nýja kerfið hefur gert aðgengi gesta Keflavíkurflugvallar að bílastæðum einfaldara og þægilegra auk þess að bjóða upp á fjölbreyttari greiðsluleiðir með bílastæðaforritum. Þau sem kjósa að nota sjálfsafgreiðslukassa í flugstöðinni geta þó enn nýtt sér þann möguleika.

 Forðast óþarfa aukakostnað

Með því að bóka bílastæði á vef KEF tímanlega tryggja gestir vallarins sér hagstæðasta verðið á stæðum okkar allan ársins hring og öruggan aðgang að bílastæðum um páskana.

Hægt er að greiða með Autopay og einnig með bílastæða appinu Parka, auk þess sem sjálfsalar eru áfram til staðar inni í flugstöð. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bíleiganda. Gestum er þó bent á að ef sú leið er valin bætist 1.490 króna þjónustugjald ofan á bílastæðagjaldið. Hægt er að forðast þennan aukakostnað með því að nýta þær greiðsluleiðir sem eru í boði. Hægt er að greiða á vef Autopay allt að tveimur sólarhringum eftir að bílastæðið er yfirgefið og komast þannig hjá óþarfa kostnaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
EyjanPennar
Fyrir 4 dögum

Kristrún: „Þjóðin gerir kröfu um árangur“

Kristrún: „Þjóðin gerir kröfu um árangur“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir