fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Eyjan

Kostnaður við útlendingamál kominn yfir 20 milljarða – Stöndum ekki undir þessu segir dómsmálaráðherra

Eyjan
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki hægt að segja að það séu hömlur á þessu þegar þetta eykst svona stjarnfræðilega á tiltölulega stuttum tíma. Þetta er komið í svo gígantískar tölur að við erum bara ekki samfélag sem getur staðið undir þessu.“

Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið þegar hún var spurð um mikla útgjaldaaukningu í útlendingamálum.

Blaðið segir að á síðasta ári hafi verið áætlað að 15 milljarða útgjöld yrðu vegna útlendingamála, aðallega vegna hælisleitenda, en útreikningar dómsmálaráðuneytisins sýni að kostnaðurinn var 33% hærri.

Í ár er reiknað með að útgjöldin verði 16 milljarðar en ekki liggur fyrir hvort sú áætlun standist. Sagðist Guðrún óttast að áætlunin haldi ekki og að það veki hjá henni ugg að áætlað sé að fjöldi hælisleitenda verði sá sami og á síðasta ári  en þá voru þeir 4.157.

„Það liggur alveg í hlutarins eðli að aukningin hingað er alveg gríðarleg og er miklu, miklu meiri en íslenskt samfélag ræður við. Það skrifast fyrst og síðast á það að við erum hér með opnara regluverk heldur en löndin í kringum okkur. Það er bara ákjósanlegra að koma hingað í leit að vernd heldur en til nágrannalandanna,“ sagði Guðrún.

Hún segir að lausnin á þessu ástandi felist meðal annars í að laga regluverk okkar að því sem sé á hinum Norðurlöndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktin meira en helmingi ódýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum, segir Ágústa Johnson

Líkamsræktin meira en helmingi ódýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum, segir Ágústa Johnson
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ástþór spyr hvort Davíð stýri hópi drukkinna unglinga

Ástþór spyr hvort Davíð stýri hópi drukkinna unglinga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ágústa Johnson: Íslendingar ein feitasta þjóð í heimi þrátt fyrir að vera hvað duglegastir að mæta í ræktina

Ágústa Johnson: Íslendingar ein feitasta þjóð í heimi þrátt fyrir að vera hvað duglegastir að mæta í ræktina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sigurstranglegur forsetaframbjóðandi stígur brátt fram

Orðið á götunni: Sigurstranglegur forsetaframbjóðandi stígur brátt fram
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ágústa Johnson: Við eigum bara einn skrokk – „Use it or lose it!“

Ágústa Johnson: Við eigum bara einn skrokk – „Use it or lose it!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Netverjar með hugsjón

Óttar Guðmundsson skrifar: Netverjar með hugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ætlunarverkið tókst – engu hróflað og kvótagreifar græða sem aldrei fyrr

Ætlunarverkið tókst – engu hróflað og kvótagreifar græða sem aldrei fyrr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Óttinn við að eiga ekki nóg

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Óttinn við að eiga ekki nóg